NIÐURSTAÐA GÆRDAGSINS VERKEFNI MORGUNDAGSINS.

Nú þegar dómur þjóðarinnar er klár má kætast eilitla stund en ekki lengi.  Skjótt þarf að hugga hinn helminginn, allt það fólk sem neyðist nú til að snúa baki við þeirri vegferð sem það trúði svo mjög á.  Þessi niðurfelling icesave markar í mörgu þáttaskil og þó margir segja hana óskynsamlega er víst að skilaboðin muni vekja athygli víða um lönd.  Kannski er þetta byrjunin á einhverju stærra og meira, kannski upphafið að endinum.  Ríkisstjórnin hefur rækilega orðið afturreka með stefnu sína í utanríkismálum en hefur þó enn í hendi sér marglofaðan skurk í innanríkismálum.  Niðurskurður stjórnsýslunnar er brýnn, skuldavandi heimilanna og kvótamálin.  Ríkisstjórnin á því margt ógert og gæti endurheimt glatað traust með að einhenda sér í ofangreind verk.  Hún nýtur þess ennfremur að aðrir kostir eru ónýtir.   Gætum að því að niðurstaða gærdagsins er verkefni morgundagsins og vonandi myndast samkennd um góða lendingu fyrir íslenzka þjóð.   Til að svo megi verða þurfum við sem fögnum í nótt að ganga fram af auðmýkt en ekki hroka.
 
LÁ 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að það þurfi ekki að hugga svo marga. Flestir sögðu já með nábít í brjósti af því að það var búið að hræða úr þeim vitglóruna með upplognum hrakspám og bölmóði.  Ég hitti marga í dag, sem vissu ekki sitt rjúkandi ráð.  Þeir einu sem voru staðfastir í að taka þetta á sig voru heittrúaðir Samfylkingarmenn með ESB glampann í augum.  Þeir voru til í að fórna öllu fyrir hugsanlega aðild eftir fjölda ára og upptöku myntar sem er að murka lífið úr smærri þjóðum sambandsins."Ég er eiginlega hálf feginn." sagði einn Jámaðurinn við mig. Hann hafði kosið eftir hótunum Tryggva Þórs um að ríkistjórnin styrktist í sessi ef við segðum nei, hversu brjálað sem það nú hljómar.  Sá hafði náttúrlega gleymt ferli og fullyrðingum Tryggva hér í árdaga, sem gera hann sennilegast að mesta ómerkingi þessarar þjóðar.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2011 kl. 03:41

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

16.02.2011 kl. 14:51 voru greidd atkvæði um Icesave-frumvarpið á þingi. Atkvæði féllu þannig að 44 sögðu já, 16 sögðu nei og 3 greiddu ekki atkvæði. Í lýðræðisþjóðfélagi á minnihlutinn ekki að ráða. Það stríddi því gegn grundvallarreglu lýðræðisins að synja lögunum staðfestingar. Það breytir engu þótt fólk skrifi undir áskoranir í hita leiksins um eitt og annað. Lýðræðið verður að hafa sinn gang.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.4.2011 kl. 07:58

3 identicon

Sæll, Jón Steinar, held okkur sem fögnum verða að hafa opinn faðm og Benedikt:  Lýðræðið hafði sinn gang.

lydurarnason (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:31

4 identicon

Sæll félagi.

Góður pistill hjá þér. Niðurstaðan er skýr og nú er að horfa fram á við. Taka þann slag sem þarf til þokast fram á við. Þar ber hæst að mínu viti breytingar á fiskveiðistjórnun,ég skil bara ekki þennan eilífa drátt hjá ríkisstjórninni að koma því máli frá sér. Það heyrist æ minna í þeim sem hæst hafa haft þar úr röðum stjórnarinnar.Nú verðum við að krefjast aðgerða strax.

Sjáumst um páskana.

kv sighaf

Sigurður J Hafberg (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 12:17

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi mæðutónn í Gylfa og Vilhjálmi eru skiljanleg í ljósi væntinga þeirra fyrir inngöngu í ESB, en má ég benda þeim félögum á að sjórinn er fullur af fiski sem ekki má veiða. Það þarf að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu strax, gefa frjálsar krókaveiðar, og fara til Noregs og Færeyja til að læra að stjórna fiskveiðum.  Ágætis byrju væri að leggja niður Hafrannsóknarstofnun, þar sem L.Í.Ú ræður öllu og fá Jón Kristjánsson til að ráðleggja um veiðarnar. 

Það er óþolandi heimskulegt í þessu máli að grenja yfir slæmri afkomu launþegar þegar verið er að kasta milljörðum í sjóinn í formi brottkasts. 

Hvar er eiginlega kjarkurinn og baráttueðlið sem var hér þegar sjávarþorpin byggðustu upp? Þeir sem ekki sjá samhengið ættu að koma sér burt úr því að reyna að ráða og stjórna, því þeir eru þjóðhagslega hættulegt fólk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2011 kl. 12:44

6 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég er aðeins að benda á það að lýðræði felst meðal annars í því að meirihlutinn á að ráða hvað sem tautar og raular. Á Alþingi samþykktu 44 þingmenn Icesave-lögin og var það meirihluti þingmanna. Minnihluti kosningabærra manna fór hins vegar fram á að fá að kjósa um þessi lög og varð forseti vor við þeirri beiðni. Því finnst mér að minnihlutinn hafi verið látinn ráða í þessu efni. Ég hef hins vegar ekkert við þjóðaratkvæðagreiðsluna að athuga og vona að þið á stjórnlagaþingi mótið skynsamlegar tillögur í þeim efnum sem og öðrum. Til þess treysti ég þér og flestum, sem með þér sitja, aldeilis bærilega.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.4.2011 kl. 18:34

7 Smámynd: Einar Karl

Takk, sama og þegið.

Ég þarf enga huggun frá þér eða öðrum. Og ég áskil mér fullan rétt til að hafa sjálfstæðar skoðanir og standa áfram með minni eigin sannfæringu.

Aðrir mega "tala einum rómi" með herra Ólafi Ragnari Grímssyni.

Einar Karl, 10.4.2011 kl. 19:37

8 identicon

Þakka tiltrúna, Benedikt, alltaf spursmál hvaða mál eiga að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu og ef meirihluti þjóðar þarfr til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu verður aldrei nein slík, sumar þjóðir miða við 15%.

Og þú, Einar Karl, þegar sannfæringunni sleppir tekur forherðingin við. 

lydurarnason (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 23:00

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Benedikt, reyndu að fræðast um grunnatriði lýðræðis. Í hinni lýðræðislegu goggunarröð er fólkið ofar þinginu. Ef svo væri ekki þá væri hér annað þjóðskipulag.  Margir vilja hengja sig í oxymoronið fulltrúalýðræði, en það getur ekki einu sinni átt við hér því báðir flokkar höfðu svikið grundvallaratriði stefnuskráa sinna og stjórnarsáttmála og höfðu fyrirgert trausti.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2011 kl. 03:01

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er og var umboðslaus stjórn.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2011 kl. 03:02

11 identicon

Gleym ei því, Jón Steinar, að ríkisstjórnin var kosin réttmætri kosningu og umboði sínu heldur hún sasmkvæmt reglum lýðræðisins til 2013, kjósi hún svo.  Hinsvegar er það huglægt mat margra að hún hafi fyrirgert umboði sínu.  Að sumu leyti má segja að hún sitji sem illskársti kosturinn.

lydurarnason (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband