ÓLI GÓÐUR.

Framganga forsetans hefur farið misjafnlega í fólk.  Í dag birtist hann okkur á Bessastöðum og taldi kjark í þjóðina.  Okkur bæri að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og framundan væri kynning á málstað okkur utanlands.  Ólafur átaldi forsvarsmenn atvinnulífsins fyrir svartsýnishjal og sagði tækifærin okkar megin.   Sjálfur er ég mjög sáttur við forseta sem lætur til sín taka samkvæmt lögboðnum rétti og færir þjóðinni langþráða aðkomu að landsmálum.  Sömuleiðis er hann sýnilegur og talar hlutina upp eins og leiðtoga sæmir.  Og manni  finnst ankannalegt þegar fólk sakar Ólaf Ragnar um að hafa brugðist í icesavemálinu.  Án hans atbeina væri málið í farvegi andstætt þjóðarvilja og slíkt kann sjaldnast góðri lukku að stýra.  Honum er að þakka að hvernig sem þetta icesavemál fer þá verður það samkvæmt vilja meirihlutans.   Til upprifjunar er þetta einmitt  hornsteinn lýðræðisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný

Hjartanlega sammála.

Dagný, 11.4.2011 kl. 09:06

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það er svakalegt að hafa haft allt á hornum sér gagnvart Ólafi í áratugi og átta sig svo á þegar á reynir að hann er alveg gull af manni.  Hann stóð sig eins og hetja á blaðamannafundinum eins og eftir fyrri þjóðaratkvæðagreiðslu og á miklar þakkir skildar frá þjóðinni fyrir málflutning sinn þjóðinni til heilla.

Kjartan Sigurgeirsson, 11.4.2011 kl. 13:28

3 identicon

Ólafur er búin að bjarga Íslandi. 

Ekkert flóknara en það.

jonasgeir (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 15:33

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sammála Lýður burt séð frá skoðunum sem menn hafa haft á Ólafi þá hefur hann staðið eins og klettur með þjóðinni gegn því fólki á Alþingi sem virðist hafa villst of leið Lýðræðisins. Þjóðin vill nýtt og breytt þjóðfélag en stjórnmálamenn sama hvar í flokki virðast staðráðnir í að engu skuli breytt. Hér verði flokksræði og klíkuskapur áfram landlægur

Vona að Ólafur sitji sem lengst :-) 

Ólafur Örn Jónsson, 11.4.2011 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband