15.4.2011 | 00:41
SUMARHÚSAÞJÓÐ.
Skáldverkið um BJART í Sumarhúsum er af mörgum talið mesta snilld íslenzkra bókmennta. Andstæðingum ESB-aðildar er oft líkt við þennan búhöld og nú hafa þjóðir hinu megin hafs einnig séð þessi líkindi. Hér, á þessu eldfjallaskeri, úi allt og grúi af Björtum og Birtum í Sumarhúsum. Strengir þjóðarsálarinnar hinir sömu og í Bjarti, einstrengingsháttur, einsemd og einstæðingsskapur. Hér sé þjóð sem vilji vera ein og þróa heimsku sína í friði. Þetta vekur vitaskuld athygli fjölmenningarinnar sem á sér ei lengur neina sérstöðu. Kannski áhugi evrópubandalagsins á Íslandi grundvallist á áhugaleysi allra Bjartanna og Birtanna á Evrópu. Þjóð sem vinnur öll sín þorskastríð, spúir eldi og brennisteini og neitar svo að borga hlýtur að vera einstök. Þetta sá Halldór Kiljan Laxness og færði ódauðlega í letur. Við erum Sumarhúsaþjóð og í því felst snilld okkar og hugsanlega dauði.
LÁ
Athugasemdir
Góður
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2011 kl. 01:03
Já Lýður !
Þarna er ég þér lega sammála . Ég fann mig marg sinnis í honum Guðbjarti , að auki get ég frætt þig , sem og aðra blogglesara , að oft og tíðum hefur blessuð heimskan reynst mér vel í lífinu , dæmi; ég hamaðist á pípum í gamla daga , keypti mér statíf fyrir þær , sjö stykki - ein fyrir hvern vikudaginn , það fór saman að er ég var búinn að fylla statífið , þá gafst ég upp á pípunum fór í vindlana , hamaðist á þeim í nokkur ár og sá svo , mér til hrellingar að ég gæti ekki lært þetta almennilega og steinhætti þessu , þarna réð heimskan hvernig fór , og fl. ofl. eru dæmin .
Ekki kæmi mér á óvart að heimskan sé margfalt betri en ESB , en vonandi komumst við aldrei að því ; - )
Hörður B Hjartarson, 15.4.2011 kl. 02:53
Þarna dó allt...
Svartur (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 11:11
Að lifa er að láta eftir sér,að lifa er ekki að neita sér um heimskuna til að geta lifað ellina af.
Helga Kristjánsdóttir, 15.4.2011 kl. 11:19
Ekki hef ég lesið þetta snilldarverk, og satt best að segja þá get ég ekki opnað bók eftir Íslenskan, sænskan eða danskan höfund. Þessi verk eru með ólíkindum leiðinleg og skáldlaus, en menn mega hafa sínar skoðanir þar.
Hvað líður "einsemdarbullinu", þá er þetta alrangt hjá þér. Það eru þessir "einstaklingar" sem þú ert að tala um, sem fóru yfir til Ameríku og byggðu þar það veldi sem hefur gefið okkur þau fríðyndi sem við búum yfir í dag. Það eru þessir hópur fjölmenningarinnar, sem verið að berjast við í Afganistan, mið-austurlöndum, og sem eru að tröllríða heiminum með fjölda sínum. Sami almenningurinn, sem tók af skarið og kaus noregs konung í stað sjálfstæðis, og sem vill kjósa ESB í stað sjálfstæðis. Sami almenningurinn, sem stóð að baki 2000 ára eymd í Evrópu, bókbrenna og menningarhaturs og gerir enn.
Halldór Laxness varð frægur því að hann skráði Íslendingasögurnar í háðstón, eitthvað sem féll vel í kramið á hinum Norður löndunum, vegna þess að Íslendinga sögurnar segja aðra sögu en þeir, um það hvernig Víkingatímabilinu var háttað. Samkvæmt þessum sögum var þetta neyð og fólkflutningar, en aðall norðurlanda vildi heldur að þetta voru ævintýramenn. Þétta féll því í kramið á þeim ... það sem maðurinn skrifaði var ólæsilegt bull, sem átti að vera menntaþvaður fávitanna, vegna þess að það var stimplað "not made in hollywood". Svipað og sænksi kvikmynda leikstjórinn ... sem ég vil endilega EKKI muna nafnið á, eða sá danski Lars von Trier.
Það erum við þessir "einstaklingar" sem höfum skoðanir, þráhyggju, og sýn á framtíð og þörf. það erum við sem sköpum framtíðina, og það erum við sem þurfum að heyja styrjaldir til að losna við áhrif svínabússins, þar sem öll svínin eiga að vaða í sömu sora stíunni. Þetta fyrirbæri á sér meira að segja nafn í sögunni, og meira að segja í heimspekinni ...
"The individual vs. the collective"
Reynið að hafa vit, til að synda á móti straumnum.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 17:41
Bartur í Sumarhúsum var ekki einstæðingur þannig lagað. Hann átti fé, þangað til að hann tók lánið.
En það er rétt að Íslendingar eru sumarhúsaþjóð. Þjóðin flykktist úr sveitunum eftir stríð í þéttbýlið og á mölina.
En hún var ekki fyrr komin í þéttbýlð en hún tók að streða í sveitina aftur til að byggja sér sumarhús.Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.4.2011 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.