16.4.2011 | 01:20
KVÓTANN Í ÞJÓÐARATKVÆÐI.
Útgerðarmenn, forsvarsmaður samtaka atvinnulífsins, sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur eru eins og olíufélögin. Augljós samráð en ekkert gert. Reyndar má spyrja hvort stjórnarflokkarnir séu ekki líka þátttakendur í þessu samráði, annar, báðir eða að hluta. Eftirlátssemi alþingismanna gagnvart LÍÚ er með ólíkindum og í raun aðeins einstaka þingmenn sem þora að ámálga þessi mál af viti. Þjóðin verður að geta haldið áfram og til að svo megi verða er nauðsynlegt að losa þessa byrði úr bakpokanum. Geti alþingi ekki tekið af skarið á þjóðin að fá að gera það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað mælir því í mót?
LÁ
Athugasemdir
Rétt hjá þér Lýður spillingin í kringum þetta kvótakerfi ristir orðið of djúpt í stjórnkerfið til að hægt sé að halda áfram að nota þetta við stjórnun fiskveiða. Þetta snýst ekkert um fiskveiðar lengur og hefur ekki gert síðan framsalið var sett á bara um peninga prentun í bönkunum.
Nú eru þessir aðilar búnir að komast upp með þennan yfirgang svo lengi að þeir kunna sér ekki hóf frekar en illa uppaldir krakkar og sleppa sér gegn þjóðinni og koma í veg fyrir að hægt sé að loka samningum á almennum vinnumarkaði. Þetta fólk á ekkert inni hjá þjóðinni bara að afnema þetta kerfi og setja hér á Sóknarmark þegar í stað.
Ólafur Örn Jónsson, 16.4.2011 kl. 02:01
Heyr, heyr
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.4.2011 kl. 02:14
Carry on Doctor!!
Lúðvík Karl Friðriksson (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 09:20
Engu við að bæta. Þetta er málið.
Sigurður I B Guðmundsson, 16.4.2011 kl. 10:25
Það er greinilega einhver misskilningur hjá þér og fleirum, Lýður. að halda að Ailþingi geti ákveðið að senda einhver mál í þjóðaratkvæði án þess að til komi breytingar á stjórnarskránni.Stjórnarskráin gefur aðeins forseta færi á að senda mál í þjóðaratkvæði.Brot Alþingis eða einhverra annarra á stjórnarskrá má reka fyrir dómstólum og geta þau þess vegna endað fyrir Hæstarétti.Álþingi hefði enga heimild til að samþykkja að Icesave smningurinn færi í þjóðaratkvæði og það er næsta víst að forseti hefði hafnað þeim lögum sem hefðu þá endað sjálfkrafa í þjóðaratkvæði.Ef Alþingi dettur til að mynda í hug að senda það sem kemur frá ykkur félögum sem voru sjálfkrafa sett í þetta stjórnlagaráð, í þjóðaratkvæði,þá er það öruggt að það mál mun enda fyrir Hæstarétti sem meint stjórnarskrárbrot.Ég efast ekki um niðurstöðuna.
Sigurgeir Jónsson, 16.4.2011 kl. 13:51
Og.Það er ekki verið að fara fram á neitt annað en að ríkisstjórnin standi við orð sín og komi með það á borðið hvernig hún ætlar að haga stjórnun fisveiða í næstu framtið.Það getur engin útgerð og engin fiskvinnsla gert kjarasamning nema vita hvort fyrirtækið hefur starfsgrundvöll eða verður lokað.Það eru komin tvö ár síðan þessi ríkisstjórn sagðist fara beint í það að umturna fiskveiðistjórnunarkerfinu.Hún hlýtur að skulda allavega sínum kjósendum það að sína hvað hún ætlar að gera.Það hljota allir að sjá að ríkisstjórnin hefur ekki ætlað sér að koma með neitt frumvarp fyrr en sjávarútvegsfyrirtækin væru búin að skrifa undir samninga við sitt fólk.Þessi ríkisstjórn er með ufsakvarnir í höfði í stað heila, ef hún heldur að allir sjái ekki í gegnum þetta.
Sigurgeir Jónsson, 16.4.2011 kl. 14:04
Sæll, Sigurgeir, hélt þú værir hættur að lesa blogg mitt en fagna endurkomunni. Málskotsréttur forsetans kveður skýrt á um þjóðaratkvæði eins og gert var í tilviki icesave. Varðandi þjóðaratkvæði um kvótann eða útkomu stjórnlagaráðs þarf til þess frumvarp á alþingi og verði það samþykkt get ég ekki séð að hæstiréttur hafi eitthvað með það að gera. Niðurstaðan yrði hinsvegar á einn veg, sammála því. Samþykki að dráttur ríkisstjórnarinnar á boðaðri stefnu í fiskveiðistjórn er til háborinnar skammar og óvissuskapandi. Tel þó ósvinnu yfirstandandi kjarasamninga uppi born af SA og þeim þrönghagsmunum sem þar liggja að baki.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.