RÍKISTJÓRNIN ÞARF LIÐSSTYRK.

Ætli ríkisstjórnin sér að keyra í gegn nýtt fiskveiðistjórnunarfrumvarp þarf hún liðsstyrk.  Framsókn vill engar breytingar og því ekkert þangað að sækja.  Sjálfstæðisflokkur er fjölmennasta útgerðarfélag LÍÚ og draumur fjósamannsins að menn hreyfi einhverju þar á bæ.  Hreyfingin er eini valkosturinn og ekki eftir neinu að bíða.  Þeirra lið gæti gert gæfumuninn, ríkisstjórnin getur ekki keyrt kvótafrumvarp í gegnum þingið eins og mannvali þingflokkanna nú er háttað.  Hinsvegar getur hún reitt sig á þjóðina, meginhluti hennar vill breytingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

"Kerlingin í Brúnni" getur treyst áhöfninni. Áhöfnin sér um aðgerðina og ísar LÍÚ klíkuna í kör Hver veit nema sagnfræðingar vilji komast í að kryfja þetta lið seinna meir til að læra hvaða gen valda óða græðgi og siðspillingu

Ólafur Örn Jónsson, 19.4.2011 kl. 02:42

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Lýður. Þetta er þörf ábending hjá þér. Ég tek undir með þér að liðsmenn Hreyfingarinnar eru rétti liðsstyrkurinn við ríkisstjórnina til að innkalla kvótann til þjóðarinnar.

 Við vitum hvaða öfl standa í bakherbergjum Sjálfstæðis og Framsóknar flokkanna. Þó að nýtt og velviljað fólk hafi verið sett í fremstu víglínuna, alþingi, þá eru gömlu valdhafarnir í bakherbergjunum og fyrirskipa hvað megi segja og gera. Þar telja þeir seg geta fjarstýrt öllu og haldið öllu þýfinu með földu valdi sínu. En sá tími er liðinn. Almenningur getur ekki tapað meir en orðið er, og bara að snúa við atburðar-rásinni almenningi í hag.

 Þjófar ljúga alltaf til að passa sitt, og nota til þess undarlegustu rök sem þeir segja að sé augljóslega "eina leiðin" til að allt fari ekki fjandans til, þó allt sé nú þegar farið fjandans til? Málið er að þegar Vilhjálmur Egilsson segir eitthvað vera "einu leiðina", þá er hann alltaf að tala um einu leiðina fyrir ræningjana en ekki alla hina! Hreyfingin er rétta auka-aflið í drifkraftinn með þetta lífsnauðsynlega mál Íslendinga sem innköllun kvótans er.

Og svo er vilji og samtakamáttur þjóðarinnar alls megnugur! 

 M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.4.2011 kl. 09:59

3 identicon

LÍÚ haga sér einsog landráðamenn.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 10:05

4 Smámynd: Jónas Pétur Hreinsson

Þeir ættu kannski að laga 1. greinina í lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur fyrst og samþykkja að úrslit þjóðaratkvæðagreiðlsna verði bindandi en ekki ráðgefandi eins og segir í greininni.

Jónas Pétur Hreinsson, 19.4.2011 kl. 12:19

5 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Þótt ég sé ekki þingmaður Hreyfingarinnar þá get ég ekki séð annað en að Hreyfingin standi heilshugar með þjóðinni eins og ávallt og styðji rétt hennar í fiskveiðistjórnunarfrumvarpi. Það þarf ekkert að gá að því...

Baldvin Björgvinsson, 19.4.2011 kl. 12:47

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hingað til og áfram hefur Hreyfingin staðið með þjóðinni, ekki hagsmunaklíkum eða auðvaldinu. Efast ekki um að þeirri stefnu heldur hún ótrauð áfram.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.4.2011 kl. 13:28

7 identicon

Góðan daginn:

Var að lesa frétt af tæringu í gluggapóstum Hörpu. Þú Lýður, sem upprennandi útgerðarmaður veist ugglaust að ryðfrítt dugar best sem málmur um borð, ál má nota en ózinkað járn er martröð. Ekki mun vanta á særokið á Hörpu.

Hvernig væri nú að þið bloggarar tækjuð ykkur smáhlé frá því að berja á okkur ,,sægreifunum'' og færuð ofan í saumana á arkitekta og verkfræðinga hópnum sem virðist skilningslaus á íslenskar aðstæður.

En það er jú alltaf sú sama huggun harmi gegn, hefði hið opinbera sparað sér þessa vitleysu, hefði bara því fé eytt í næsta bruðl.

Með kveðju, Vilhj

Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 10:59

8 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Hér er einn með athugasemd sem aldrei gæti séð fyrir sér í venjulegu viðskiptaumhverfi og allara síst í útgerð. Hann þarf að lifa á spillingu og sukki til að geta laumast um þjóðfélgið óséður og sáð sínum skít.

Ólafur Örn Jónsson, 22.4.2011 kl. 11:53

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það þarf ekki læknir til að sjá hvar kratahjartað er.En það er rétt hjá þér, Lýður að rkisstjórnin verður að koma með það á borðið hvað hún hyggst fyrir.Fiskvinnslu og sjávarútvegsfyrirtækin geta að sjálfsögðu ekki skrifað undir kjarasamning eftir þær hótanir sem þau hafa mátt búa við frá tilvonandi flokkssystrum þínum Ólínu og Jóhönnu forsætisráðherra og nú frá þér sem ert að semja drög að nýrri stjórnarskrá.Þeir launþegar sem vinna í sjávarútvegi og eru að stærstum hluta á Landsbyggðinni hljóta að fara að búa sig undir verkfall í sjávarútvegi.Þá hættir allt gjaldeyrisútstreymi frá landinu og varla ert hægt að búast við öðru en að matfyrirtækin sem meta fjárhagsgetu íslnska ríkissins taki Ríkið til skoðunar, og varla mun það auka getu einkafyrirtækja til að fá lán á hagstæðum kjörum erlendis, eða orkufyrirtækjanna Landsvirkjunar og O.R. En þið farið ekki vel af stað í þessu svokallaða stjórnlagaráði sen var reyndar ekki við að búast með ykkur innanborðs sem öll eruð af Höfuðborgarsvæðinu fyrir utan eitt gamalmenni.Og það er klárt að Alþingi gekk á svig við úrskurð Hæstaréttar.Skýrasta vísbendingin um það er að Alþingi valdi ykkur 25 sem höfðu verið kosin ólöglegri kosningu en ekki einhvarja aðra.

Sigurgeir Jónsson, 25.4.2011 kl. 11:21

10 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Rétt hjá þér Sigurgeir gott að fá Líú til að leggja niður veiðar Ríkisstjórnin er tilbúin og sviptir þá leyfinu með það sama.

Það tæki innan við viku að steingelda KVÓTAPÚKANN með grísa græjunum góðu og koma hér öllu í fullan gang að nýju HAAALEEELÚJA

BATNADI ÞJÓÐ VERÐUR BEST AÐ LIFA ÁN KVÓTA HYSKISINS .. NÝTT OG BETRA ÍSLAND

Ólafur Örn Jónsson, 25.4.2011 kl. 13:21

11 identicon

Sumir fara hér mikinn og misjafnlega.  Sammála Vilhjálmi um Hörpuna eins og sjá má af fyrri skrifum mínum um það hús.  Sigurgeir finur stjórnlagaráði allt til foráttu og illt að hann skuli ekki sjá annað í þessu framtaki.  Held þó betra að spyrja að leikslokum, útkoman er mun mikilvægari en gangtruflanir sem nú eru afstaðnar.  Bendi áhugasömum að fylgjast með framvindunni á vefsíðu stjórnlgaráðs: stjórnlagarad.is

lydurarnason (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband