ÆVIRÁÐNING DÓMARA.

Nú eru hafnar skóflustungur í stjórnlagráði og allir kimar stjórnarskrárinnar plægðir.  Minn hópur viðraði í dag dómsmál og skipan  þeirra.  Kom upp ásteitingarsteinn varðandi æviráðningu dómara eða ekki.  Gaman væri að vita álit bloggfíkla og annarra um þetta efni:  Eiga dómarar að vera æviráðnir eða ekki?  Rök mega gjarnan fylgja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bara svona from the top of my head, þá væri ekki úr vegi að kanna forsendur þessa fyrirkomirulags í upphafi.

Kannski var það til að skapa ákveðinn frið um þessi viðkvæmu embætti og t.d. forða því að um þau stæðu deilur og hálfgildings kosningabarátta fyrir hver misseri og blöndun pólitískra hagsmuna þar. Veit það ekki.

Finnst þetta samt vera draug af einhverskonar léns eða aðalsmannsfyrirkomulagi, sem líklega hefur fylgt okkur frá konungsveldinu.  

Enginn nema ríkið getur og leyfir sér slíkar ráðningar og slík bindin hlýtur að vera óvarleg. Menn geta jafnt setið uppi með góða og slæma menn í þessu. Ég hefði haldið að eðlilegast væri að dómarar væru ráðnir til 6 ára eða svo og þá auðvitað skilyrt í bak og fyrir. T.d. að forsrndur heiðarleika og réttvísi fyrir ráðningu haldist og að menn geti ekki gengt embætti ef ráðningarskilyrði í upphafi raskast. Þ.e. hagsmunapot, sakaskrá, grunur um hlutrægni eða vanhæfi.

Það sem er þó meginatriði í endurskoðun þessa fyrirkomulags, er pólitísk ráðning lögfræðinga í þessi embætti, sem hefur sett virðingu og traust þess niður í augum manna. Óhað og þverpólitísk eða ópólitísk ráðninganefnd hlýtur að vera betra fyrirkomulag og meira traustvekjandi. Sú nefnd mæti hæfni og hagsmunatengsl manna, þar sem diplómu réðu ekki alfarið ferð heldur farsæl reynsla lögmanns og / eða dómaraferilsviðkomandi vægi þyngs.

Svo er það lykilspurning, hverjir skipuðu slíkar nefndir og hvernig þær yrðu skipaðar (vinnureglur, hæfni).

Þar gæti hið akademíska samfélag komið að í fullri breidd auk fulltrúa lögmanna og dómara í landinu. Meðmælafyrirkomulag frá þessum samfélögum gætu verið einhverskonar kosningakefi.

Ein spurning er mikilvæg, en það er hvað menn óttast helst við pólitískar ráðningar og þá ekki síst í tengslum við svo bindandi ráðningu (sem hlýtur að vera strangt skilyrt). Eru það valda og hagsmunaklíkur með annarleg markmið, sem menn óttast á borð við LÍÚ t.d.? Eru það flokksklíkur sem koma inn sínum mönnum til að tryggja staðfestingu vafasamra lagasetninga? Flokkar eru þekktir af því að þjóna valdablokkum eigendum íslands og þeirra goðorðum, bæði til hægri og vinstri. (Sjálfstæðið útgerðar og ættarveldu, Samfó hinum nýríku og útrásarelítunni t.d.)

Þetta er vandratað og erfitt að alhæfa um einstaklingana, sem geta verið góðir og heilir í sínu starfi. Niðurtaða mín er þó að æviráðningarfyrirkomulag geti ekki verið til hagsbóta. Styttri tímabil með möguleika á endurnýjun í ljósi frammistöðu, hlýtur að vera eðlilegra. Það getur þó verið ansi afstætt að mæla frammistöðu dómara í starfi.  Það hljóta að vera hæfnis og hæfiskröfur, sem gilda. Menn geta spillst. Menn geta átt dóma sem eru umdeildir og vafasamir og hugsanlega hlutdrægir.

Slíkur ferill hlýtur að vera áfellisdómur, ef menn ítrekað fara á grá svæði og virðast þjóna þeim sem meira mega sín.  Ég tel það líka vera skilyrði að menn vinni starf sitt í kyrrþey og verði ekki fjölmiðlapersónur og álitsgjafar og séu undanþegnir því. Málsgögn eiga að vera fjölmiðlum nóg.

Markmiðið er fyrst og fremst að endurvinna traust í samfélaginu til æðsta dómsvalds. Þar skortir á. Jafnvel svo að sjálf ríkistjórnin telur sig óbundin áliti þeirra, eins og stjórnlagaráð er góður vitnisburður um. Þegar stjórnin gengur þannig fram, þá er ekki von að traustið aukist. Svo ekki sé minnst á að tveir nefndarmenn eru augljóslega vanhæfir sem varaþingmenn og hafandi bein pólitísk tengsl við  ríkjandi stjórn. 

Þar höfum við dilemma. Er stjórnlagaráði treystandi í ljósi þeirra kringumstæðna sem réðu tilvist þess? Er það nægilega hlutlaust til að fjalla um þessi viðkvæmu efni? Ég tel mikinn vafa leika á því og tel að traust almennings til tiltækisins ekki fyrir hendi í ljósi kjörsóknar og eftirmála sem dæmdu það kjör ólögmætt.

Kannski að fundurinn ykkar ættti að snúast um það hvort þið séuð með umboð og traust til að vega þetta og meta?  

Í augum almennings er stjórnlagaráð sýndargerningur utan um það eitt að liða í sundur hornstein stjórnarskrárinnar um fullveldi, eins og kemur fram í 7. lið pólitísk verkefnalista í lögum um ráðið. Hér varð ekki hrun vegna gallaðrar stjórnarskrár, þótt það virðist sem spuninn reyn að telja fólki trú um það. Hér var ekki um forgangsatriði að ræða til að mæta kreppunni. Hér er verið að búa í haginn fyrir evrópusambandsaðild og að takmarka völd forsetans. Punktur.

Á sama tíma sitja mikilvægari mál á hakanum. Vil ég t.d. inna eftir því absolútti sem flaug sem hæst eftir hrun að aðskilja Þjónustubankastarfsemi frá Fjárfestingarbankastarfsemi.  Hvenær vað það að aukaatriði? væri kannski vert að setja krækju á slíkt í stjórnarskrá? Áhættustarfsemi með almannafé? 

Maður hlýtur að velta því fyrir sér. Þar rustu jú grunnstoðirnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2011 kl. 02:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lögfræði, Hagfræði og Guðfræði eru af sama meiði. Jákvæðeða neikvæð áhrif þeirra á samfélagið markast af einstaklingsbundum túlkunum og kemur það vel í ljós hvaða einstaklingar bera ha heildarinnar eða hinna fáu sterku fyrir brjósti, eftir því hvernig þeir túlka bókstafinn.

Réttarkerfi Íslands er meingallað í dag og þar liggur hundurinn grafinn. Hægt er að meina fólki aðgang að réttvísinni á forsendum efnahags t.d.  Ég er ekkert að fleipra með það. Stefndi getur heimtað tryggingu frá stefnanda til að tryggja að hann sé borgunarmaður fyrir málskostnaði ef hann hugsanlega tapaði. Þannig hafa einstaklingar, sem hafa verið hlunnfarnir ekki getað sökum efnahags, sótt mál sín og verið vísað frá. "Ef þú getur ekki lagt fram tryggingu, þá fellur málið niður."

Ég spyr. Er það hlutverk hinnar blindu réttvísi að hugsa um þetta. Samkvæmt öllum mannréttindasáttmálum og skilgreiningu réttvísinnar. Nei.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2011 kl. 02:43

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru svona lúppur, sem spilltir lögjafar lauma inn í lagabókstafinn. Þeir sem þjóna hinum fáu stóru á kostnað hinna veikari. Það eru svona lagakrókar sem spilltir dómarar nýta sér til að sýna hlutdrægni í starfi. Það eru spilltir dómarar, sem láta slíkahnökra óáreitta ogvilja halda í þá.    Dómarar sem fjarlægst hafa réttvísina til að þjóna hinum fáu sterku á kostnað hinna veiku. Þetta er bara eitt af mýmörgum dæmum um það.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2011 kl. 02:49

4 identicon

Takk fyrir athugasemdina, Jón Steinar.  Get ekki fullyrt um umboð og traust stjórnlagarás en hefði sjálfur ekki tekið þátt í þessu starfi nema teljandi að svo sé.  Niðurstaðan mun liggja fyrir þegar útkoma þess starfs er ljós og vona ég fólk taki efnislega afstöðu þegar þar að kemur.  Varðandi málferli og efnahag hefur það verið rætt og ljóst að þar er pottur brotinn.  Ertu með tillögu?

Kveðja, LÁ

lydurarnason (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 09:07

5 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Dómarar verða að hafa atvinnuöryggi(fjárhagslegt öryggi) og mega alls ekki þurfa að verja stöðu sína, því þá tapa þeir sjálfstæði sínu, hvort sem þeir þurfa að sækja endurráðningu til kerfisins eða kjósenda.  Það hefur verið góð regla hér á landi að hæstaréttardómari missir ekkert af launum þó hann sé rekinn, það gefur honum öryggi til að dæma eftir lögum og eigin sannfæringu án tillits til þess hvort það falli æðri máttarvöldum eða kjósendum í geð.  Auk þess er mjög vandmeðfarið ráðningarferli þeirra, hæstaréttardómarar mega til dæmis alls ekki velja sjálfir inn í hópinn, þá eru líkur til að þeir velji sér jábræður. Ráðningar ráðherra eru líka varasamar, þó ekki sé að öðru leyti en því að það gefur tilefni til að almenningur missi trú á dómsvaldinu eins og nú virðist raunin.  Sennilega þarf einhverja nefnd sem t.d. væri skipuð jafn mörgum frá hverjum þingflokki, án tillits til þingstyrks og að sami aðili megi ekki vera í nefndinni nema einu sinni á hverju kjörtímabili, svo ný viðhorf komi að ráðningu hvers dómara.  Svipað þarf að vanda til vals á héraðsdómurum.  Það er í raun enginn þáttur ríkisvaldsins mikilvægari almenningi  en dómsvaldið og því má ekki láta hendingu ráða hverjir skipa það.  

Kjartan Sigurgeirsson, 27.4.2011 kl. 09:32

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vald spilllir í hvaða formi sem er.   Það er því engum til góðs að gera gengið að sínu starfi hvort sem menn eru hæfir eða óhæfir til starfans.  Ég skil vel að það sé nauðsynlegt að dómarar hafi ákveðið öryggi, en æviráðning er ekki góð lenska, því væri ráð að hafa ákvæði í samningi þeirrra að þeir störfuðu ekki lengur en einhver x ár, til dæmis 10 ár.  Eftir það væri hægt að framlengja tímann ef viðkomandi þykir hafa staðið sig vel í starfi.  Þetta er sérstaklega bagalegt þegar flestir dómarar landsins hafa verið ráðnir pólitískt og jafnvel ekkert skeytt um hæfni, vegna frændsemi.

Þetta á líka við um stjórmalamenn, þeir ættu alls ekki að geta starfað lengur en 2 kjörtímabil, og þyrftu þá að víkja fyrir nýjum aðilum. 

klíkuskapurinn og spillingin blómstrar nefnilega afskaplega vel við svona aðstæður. 

Svo má segja að ekkert starf sé þýðingarmeira en annað og hvers vegna eiga sumir að hafa óendanlegt starfsöryggi meðan aðrir hafa ekkert.  Það þarf líka að finnast innra eftirlit í öllum svona störfum, dómarar, lögreglur, læknar stjórmálamenn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2011 kl. 12:10

7 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ef dómari þarf að sækja starf sitt til stofnunar/kjósenda hlýtur hann að reyna að auka vinsældir sínar með því að hliðra aðeins lögum/lagatúlkun til þess sem hann telur að falli þeim í geð sem ráða hvort hann heldur vinnu eða ekki.  Ef um er að ræða klíkuskap eða spillingu í hæstarétti, tel ég nauðsynlegt að þjóðin verði upplýst um það. Þegar troðið er á réttindum okkar hvort sem það er af stjórnvöldum eða öðrum eru það dómstólarnir sem eiga að sjá til þess að farið sé að lögum og því tel ég dómsvaldið þýðingarmest af ríkisvaldinu, en samkvæmt stjórnarskrá samanstendur ríkisvaldið af löggjafarvaldi, framkvæmdavaldi og dómsvaldi, þar koma hvorki löggur né læknar við sögu, stjórnmálamenn reyndar sumir, en ráðning þeirra er aldrei til meira en fjögurra ára.  Stend enn á því að æviráðning er nauðsynleg til að tryggja okkur réttarfarslegt öryggi.

Kjartan Sigurgeirsson, 27.4.2011 kl. 12:33

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fólk hefur mismikla trú á dómurum og þetta er einstaklingsbundið. Ég t.d. vantreysti öllum þeim dómurum Hæstaréttar sem skipaðir voru af dómsmálaráðherrum D listans.

Það er kannski lítil von til þess að í æðstu dómstig veljist fólk sem ekki er deilt um. Best væri ef dómarar þyrftu að endunýja ráðningartíma sinn eftir ekki mjög langa setu. Og þá væri ósköp notalegt ef "hinn almenni kjósandi" fengi umboð til að velja eða hafna viðkomandi. Þessi söfnuður á að vera að vinna fyrir fólkið í heild.

Einn mesti vandi stjórnlagaráðs er fólginn í ábyrgðarhlutverki þeirra sem gegna störfum í stjórnsýslu okkar. Ábyrgðin er engin en umræðan um ábyrgð er bæði löng og yfirþyrmandi. Ábyrgðarlausir garmar- þegar á reynir - eru bólgnir af óþreyju við að telja fólki trú um að laun þeirra verði að miðast við þá miklu ábyrgð sem þeir bera. Þessir þá líka gemlingarnir!

Árni Gunnarsson, 27.4.2011 kl. 13:12

9 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Ég hef meiri áhyggjur af ráðningunni en setunni. Ef vel tekst til með ráðninguna er gott að það fólk sitji... en ef eitthvað fer úrskeiðins væri þá hægt að ryðja dómara úr sæti sínu?

Ef hægt að koma því við mætti vera einhver ventill...  

Pólitískar ráðningar eru nú kannski ekki það besta ef horft er á pólitíkina undanfrarin 20 ár.

Ólafur Örn Jónsson, 27.4.2011 kl. 13:24

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski þyrftu menn að skoða þrískiptinguna fyrst og svo sjá hvernig þeir haga málum eftir að það liggur fyrir. Það hefur í raun alltaf verið brotalöm og forgangsefni í öllum þeim stjórnarskrárnefndum, sem sofnað hafa undanfarna áratugi.

Án þess að nefna nein nöfn, þá vil ég benda á ráðningu nafna míns sem dæmi um pólitískan sóðaskap, sem grafið hefur undan trausti réttarins í augum almennings. Nú er sá æviráðinn og "í borg" ef svo má segja og nýtur nánast ósnertanleika.

Það verður að vera nýliðun þarna eins og annarstaðar til að halda þessu batteríi í takti við tímann. Hagsmunagæslan er himinhrópandi þarna inni og raunar finnst mörgum að það þurfi æðra vald eða alþjóðadóma til að endurskoða niðurstöður þeirra.

Gott dæmi er dómurinn sem kom kvótabraskinu á á sínum tíma, þar sem leyft var að bókfæra óveiddan fisk og gera hann í raun veðhæfa eign fárra útvaldra, sem aldrei stóð til.  Þetta hefur haldi öllu hér í heljargreipum síðan og er ein af samverkandi ástæðum okkar margrómaða hruns. (skuldir útgerðarinnar nú um 6-800 milljarðar, sem við tökum í arf með innköllun kvótans)

Það er ekki bara fyrirkomulag ráðninga heldur vitfirringslegir dómar sem þarf að endurskoða. Dómar sem komnir eru til fyrir spillingu og vafasama lagatúlkun. Okkur verður lítið ágengt með formbreytingum ef skemmdarverkin og fordæmin verða ekki leiðrétt.

Og Lýður. Ef þú telur það réttlætanlegt að sitja í þessu ráði, þá hefur þú einfaldlega ekki skoðað þetta nógu vel. Þetta er kolólögleg samkunda að mínu mati og áhyggju efni að þeir sem eigi að höndla með stjórnarskránna í heild sinni, séu ekki einu sinni fólk til að sja það, hvað þá hafa einhverjar efasemdir.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2011 kl. 13:36

11 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Semjum lög sem allir skilja og hægt er að fara eftir. Þá þarf enga dómara.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 27.4.2011 kl. 14:10

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kjartan óþarfi að tala niður til mín, ég sagði;

 Svo má segja að ekkert starf sé þýðingarmeira en annað og hvers vegna eiga sumir að hafa óendanlegt starfsöryggi meðan aðrir hafa ekkert.  Það þarf líka að finnast innra eftirlit í öllum svona störfum, dómarar, lögreglur, læknar stjórmálamenn.

Og var að tala um innra eftirlit þessara stétta og annara.  Og hver myndi upplýsa þjóðina um spillingu meðal dómara, í þessu þöggunar- og samtryggingarsamfélagi, þar sem elítan baktryggir hvert annað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2011 kl. 14:20

13 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það var síður en svo meiningin að tala niður til þín Ásthildur, vissulega er starfsöryggi ekki mikið hér, en sennilega skilur þar á milli að venjulegur verkamaður hvort sem læknir lögreglumaður eða prestur getur aukið starfsöryggi sitt með því að reyna ávallt að vinna störf sín svo að vinnuveitendum líki, sérstaða dómarans er að hann á ekki að vinna svo að vinnuveitanda líki heldur á hann að gæta þess að réttlæti ríki í þjóðfélaginu. Þetta er mín skoðun, henni breyti ég ekki. Ég biðst afsökunar, hafi ég móðgað eða sært einhvern, en sé ekki ástæðu til að fjölyrða þetta frekar á þessum vettvangi, enda sýnist mér að umræðan sé á leið af sporinu.

Kjartan Sigurgeirsson, 27.4.2011 kl. 14:38

14 identicon

Allt er gert tortryggilegt - en kannski skiljanlega. Dómarar ættu að vera þeir sem hafa mikla og yfirgripsmikla þekkingu á málum. Þannig er því oft farið en ránfuglinn sá um sína eins og frægt er orðið. Hins vegar yrði afleitt ef heilög reiði almennings myndi kollvarpa kerfinu alveg - við þurfum nefnilega að styrkja dómsvaldið og aðgreina í þrískiptingunni.

Grímur Atlason (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 15:09

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég hef sennilega sett hana út af sporinu með því að blanda læknum, lögreglu inn í umræðuna.  Verð samt að benda á að  hvorki læknar né lögregla teljast til verkamanna, og einnig að lögreglan vinnur síður en svo að því að þóknast viðskiptavinum sínum, þvert á  móti, þurfa þeir oft að taka afar óvinælar ákvarðanir við sína góðkunningja

En þú hvorki særðir mig né móðgaðir.  Ég hef bara þann hátt á ef mér finnst fólk tala niður til mín að láta af því vita að ég sætti mig ekki við slíkt.  En það er allt í góðu. 

Og svo talaði ég ekki um presta  Heldur lækna, lögreglu, dómara og stjórnmálamenn sem þyrftu að hafa innra eftirlit með störfum sínum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2011 kl. 15:16

16 identicon

Augljóslega mikil gróska í væntingum og viðhorfum sem er bara gott.  Jón Steinar, ég skoðaði málið gizka vel og kostirnir sem í boði voru þessir:  Stjórnlagaráð í staðinn fyrir stjórnlagþing með sama fólki eða ekki neitt.  Útspil hæstaréttar breytti mér ekkert persónulega og svo tel ég um aðra samráðsmenn mína.  Því tel ég útkomuna verða svipaða ef ekki eins og það er það sem máli skiptir.  Gleð þig að auki með því að teljir þú og/eða þjóðin niðurstöðuna ómögulega má kasta henni út í hafsauga.

LÁ 

lydur arnason (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 15:56

17 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Takk Ásthildur það er alltaf gaman að vera bent á allar hinar hliðarnar á teningnum, auðvitað ég styð fyllilega eftirlitið, vantar sennilega verulega í þjóðfélagið okkar, það kom í ljós við hrunið.  Ég hefði varla staðist þetta eftirlit af vinnuveitanda í dag við þessi skoðanaskipti, en það var alveg ánægjunnar virði að stelast svona smá til að líta upp frá vinnunni. Það sem mér fannst umræðan farin út af sporinu var þegar verið var að tiltaka ákveðna dómara og leggja mat á störf þeirra, og hversu faglega staðið var að ráðningu þeirra það hefur áreiðanlega ekki vakað fyrir Lýð þegar hann opnaði þennan vettvang til skoðanaskipta.  Ég þekki ekki til pólitískra skoðana einstakra dómara, þaðan af síður hvort þeir séu betri eða verri sem voru ráðnir af ráðherrum sjálfstæðisflokks en hinir sem ráðnir hafa verið af einhverjum öðrum og trúi því og treysti að þeir láti allir fagleg sjónarmið ráða för, enda eins og ég hef sagt óbundnir af áliti vinnuveitenda á verkum sínum.

Kjartan Sigurgeirsson, 27.4.2011 kl. 16:09

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Kjartan.  Það er lenska hér hjá okkur að fara í mennina en ekki málefnin. Það er eitt af því sem oftast skemmir góðar umræður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2011 kl. 16:15

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki neitt hefði verið betra í stöðunni Lýður. Markmiðið með því að setja þetta ráð á laggirnar er að afsala fullveldinu. Ég vona að þú sjáir hverslags sjónarspil er hér í gangi. Hér var engin brýn þörf á að setja stjórnarskrárbreytingar í gang nema til þess að troða okkur með valdi inn í ESB. Þú situr þarna vegna þess að Brussel heimtaði það.

Vona að þú standir vaktina varðandi þennan 7. lið. Nú er hann í höndum kverúlantsins og Evrópubandalagsinnans Þorvalds Gylfasonar og gott ef Eiríkur er honum þar til ekki fulltyngis.

Finnst þér annars ekkert að því að varaþingmennirnir Andéres og Vilhjálmur skuli sitja þetta ráð? Hefur þú ekkert út á það vanhæfi að setja?

Þetta er tómur leikaraskapur og meirihluti manna mun ekki taka mark á ykkur af því að þið njótið ekki trausts. Óþarfi að taka það persónulega. Þú ert vænsti piltur og allt það, en þú ert ekkert annað en nytsamur sakleysingi í þessu samhengi. Þetta er blygðunarlaus sóun á almannafé, sem fyrirfram er vitað að hefur ekkert upp á sig.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2011 kl. 19:48

20 identicon

Sæll.

Það er forsenda fyrir starf Hæstaréttardómarans að ENGINN geti rekið hann. Því er æviráðning góð. Hins vegar er skipunin í upphafi eitthvað sem ég hef meiri áhyggjur af. Þar þarf að koma til bindandi álit. Álit hverra er svo önnur spurning. Mér hugnast ekki fræðasamfélagið því þar er víða pottur brotinn eins og hrun sagan sýnir þar sem flest þetta fólk sem stýrðu fjármálastofnununum í þrot ásamt starfsmönnum eftirlitsstofnanna voru menntuð í Íslenskum háskólum á síðastliðnum 10 til 20 árum. Þetta starfsfólk sýndi hrikalegan siðferðisbrest sem ég vil ekki sjá í neinum dómara.

Hvernig á þá að skipa í dómaraembætti? Alls ekki fara Amerísku leiðina þar sem Forseti hefur nánast alræðisvald. Þetta er mikill vandi en kannski besta hugmyndin sé að allir sem dómsvald hafa greiði atkvæði með LEYNILEGUM hætti og niðurstaðan sé bindandi fyrir skipunarvaldið.

Kveðjur bestar

halldór agnarsson (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 23:05

21 identicon

Jón Steinar.  Varðandi vanhæfi þessara tveggja einstaklinga sem þú nefnir svara þeir sjálfir.  Kenninguna um ESB-vegferðina hef ég áður heyrt og meðvitaður um hana.  Skjótt mun koma í ljós hvort hún hafi við rök að styðjast.  Minni svo enn og aftur á útkomuna og viðtökur við henni, þá kemur í ljós hvort ég sé nytsamur sakleysingi eða þú haldinn dómhörku á lokastigi.

lydurarnason (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 01:24

22 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Mín skoðun á Stjórnlagaráðinu og reyndar þjóðþinginu líka er að það er stórkostlegt að vita að þrátt fyrir ofuröfl sem ætla sér öll völd í krafti auðæva og hroka skuli þjóðin  vera sterk á bak við réttlæti og góð gildi.

Við þurfum að finna leið til að koma hér á beinu Lýðræði það verður að vera framtíðin. Þjóð má ekki sitja uppi með ákvarðanir sem eru gegn vilja meirihluta þjóðar.

Það var sorglegt að verða vitni að dómi hæstaréttar

Ólafur Örn Jónsson, 28.4.2011 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband