28.4.2011 | 01:53
HRUNFLOKKAR ÚTI Í MÓA.
Framsóknarflokkur og sjálfstæðisflokkur virðast enn úti í móa í kvótamálunum. Báðir þessir flokkar lofsyngja óbreytt fyrirkomulag fiskveiða og tengja það atvinnuuppbyggingu. Báðir þessir flokksstólpar njóta velvildar útgerðarmanna og rekast hvor af öðrum. Venslin eru augljós og illu heilli apa ungliðar beggja hreyfinga vitleysuna eftir. Óbreytt fiskveiðistjórn með lögfestingu veiðiréttinda til fjölda ára innsiglar áframhaldandi samstarf þessara flokka og útgerðarinnar og viðheldur arði fiskveiðiauðlindarinnar innan þeirra vébanda. Kjölfesta þjóðarinnar reyndist ekki liggja í gegnum áðurnefnda flokka og mun ekki gera haldi þeir áfram tryggð við yfirveðsettan og kennitöluvitskertan þrönghagsmunahóp.
LÁ
Athugasemdir
Ef kvótakerfið yrð aflagt þá mundi verð á fiski til neytenda innanlands líklega lækka um 30-70%.
Það er dýrt og verulega óhollt fyrir neytendur á íslandi að viðhalda markaðsdrifnu aflamarkskerfi LÍÚ og það nær eingöngu fyrir örfáa útgerðarmenn og lánastofnanir.
Ef aflamarkskerfið yrði aflagt og tekin upp sóknarstýring þá kæmi allur fiskur á land en þar sem aflamarkskerfið er byggt upp á markaðsdrifnum lögmálum þá er hent í sjóinn á hverju ári í það minnsta 35 þúsund tonnum af bolfiski.
Þetta brottkastaða magn mundi væntanlega nægja til að gefa öllum íslendingum frítt í soðið hvern og einn einasta virkan dag allt árið um kring.
Ekki dónalegt það en sorglegur fórnunarkostnaður vegna örfárraa einstaklinga og erlendra og innlendra fjármagnseigenda.
Þar með eru taldir íslenzku lífeyrissjóðirnir sem eiga verulegra hagsmuna að gæta að kvótakerfið fari ekki á hliðina.
Þetta skýrir að stórum hluta svikabandalag Gylfa Arnbjörnssonar og Villa Egils.
Góða nótt og sofið vel á þessum 100% réttu staðreyndum
Níels A. Ársælsson., 28.4.2011 kl. 07:54
Vera má að kvótakerfinu verði að umbylta, en getur ekki hugsast að það skipti öllu meira máli eins og ástand er í þjóðfélaginu í dag að reyna að halda bátnum stöðugum á meðan við vinnum okkur út úr hörmungunum og semjum um eitthvað sem allir geta sætt sig við til næstu 3 ára, eða þar til meginþorri landsmanna hefur til hnífs og skeiðar, en á það vantar töluvert í dag. Annað mál er að það gæti verið glapræði að aðilar vinnumarkaðar semji til þriggja ára, án þess að í samningum séu einhver ákvæði um endurskoðun samnings ef slagsíða kemst verður á annan hvorn veginn
Kjartan Sigurgeirsson, 28.4.2011 kl. 08:23
Engin spilling er það nauðsynleg að það borgi sig að halda henni áfram. Við sjáum nú best hve ÞJÓÐHOLLIR útgerðamenn eru. Vitandi vits að þeir ná öllum sínum kvóta eða taka hann á "næsta" kvóta ári horfa þeir glottandi á þegar verkföll eru að skella á. Skyldi glottið frjósi á andlitum þeirra þegar "Kerlingin í brúnni" sviptir þá veiðileyfunum og úthlutar þeim til þeirra sem eru tilbúnir að skjótast út og vinna þjóðinni hag.
Áfram hald kvótakerfis gengur ekki út á stöðugleika eða auknar tekjur og hagsbætur fyrir þjóðina heldur "eins og kemur fram í skýrlsu endurskoðunar hópsins" þarf að halda aðeins lengur áfram með kvótakerfið til að útgerðin öðlist "atvinnuréttinn" og þar með "eignarréttin" til allrar eilífðar.
Ef svo fer þarf enga stjórnmála flokka og við munum hafa málamynda kosningar til að þykjast fyrir þeim þjóðum sem kaupa af "þeim" fiskinn.
Ólafur Örn Jónsson, 28.4.2011 kl. 08:53
Skyldu þeir sem "eru tilbúnir að skjótast út og vinna þjóðinni hag" eiga skip til að róa til fiskjar? eða ætlið þið Jóhanna líka að taka eignarnámi skipin sem veiðileyfishafar eiga?
Hvað varðar spurninguna um hvort glottið frjósi, býst ég við að það frjósi miklu meira en glott á nokkrum útgerðarmönnum ef fiskveiðar verða aflagðar hér á landi.
Kjartan Sigurgeirsson, 28.4.2011 kl. 09:10
Í fyrsta lagi munu veiðar ekki leggjast af á Íslandi þó kvótinn verði tekinn af L.Í.Ú og leigður út af ríkinu. Til dæmis byggðust kjarnar upp hér fyrir vestann vegna fiskimiðanna og hve stutt var að fara og veiða. Þegar svo kvótinn var settur á og ég tala nú ekki um framsalsréttinn lá við að sjávarbyggðirnar leggðust í eyði. Menn fóru með heimildirnar eins og sína eign, seldu og keyptu fóru burtu með allt lifibrauð fólksins og eftir sat fólk í verðlausum eignum og mörg fyrirtæki sem höfðu þjónustað útgerðarfyrirtækinn gátu ekki lengur starfað.
Við úti á landi erum búin að upplifa þetta í bráðum 30 ár núna og íslenski þegnar hafa orðið af milljörðum í braski stórútgerðarinnar og brottkasti í stórum stíl.
Það má nefnilega hvorki koma með fiskinn að landi né henda honum fyrir borð.
Ég er á því að ríkið ætti að innkalla allan kvóta og afskrifa skuldir á móti. Einhversstaðar frá hafa komið þessir 500 milljarðar sem útgerðin skuldar, þrátt fyrir risa afskriftir.
Það væri nær að fólki sem býr í nálægð við fiskinn fái leyfi til að róa og afla fisksins. Enda væri það svo að stórútgerðirnar gætu alltaf leigt til sín kvóta. Þeir aftur á móti gætu ekki bundið hendur annara sjómanna og útgerðarfyrirtækja á bak aftur með því að gamla með óveiddan fisk úr sjó sem er eitt mesta óréttlæti Íslandssögunnar.
Svo þyrfti að gera eins og norðmenn gera, binda veiðarnar við heimabyggðir og banna flutning milli skipa, þ.e. að aflinn er bundinn við ákveðnar skipastærðir og bannað að færa hann milli skipa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2011 kl. 10:35
Eina sem ekki þarf að hafa áhyggjur af er skipakostur eða áhafnir. Öfugt við áróðurinn um sér þekkingu LÍÚ þá liggur sérþekkingin hjá sjómönnunum
Skyldi ekki einn og einn LÍÚ maður vilja róa á sóknarmarki og hafa ekki argandi Kvótapúkann frá Akureyri öxlinni???
Hver er að leggja af veiðar? Aldrei heyrt talað um að afleggja veiðar á Íslands miðum? Það er enginn ómissandi og allra hagur að losna við einokun. Við gerum allt til að losna við einokun og samráð í viðskiptum...hvers vegna er einokun réttlætanleg í útgerð og við fiskveiðar. Af hverju fer ekki allur fiskur á markað?
Ólafur Örn Jónsson, 28.4.2011 kl. 10:54
Ásthildur ég er sammála þér varðandi byggðirnar og hvernig menn löbbuðu með kvótan var hryggilegt.
En hvers vegna að handstýra þegar við eigum eitt besta fiskveiðistjórnkerfi í heimi sem sannanlega byggði upp t.d. Vestfirði þar sem útvegur blómstraði svo sannarlega í Sóknarmarkinu. Það á að færa veiðarnar næt þeim sem stund þær. Með því að afnema kvótann komum við í veg fyrir þá spillingu sem alltaf fylgir því að handstýra.
Handfæraveiðar eiga að sjálfsögðu að vera frjálsar hefðu aldrei átt að vera innlimaðar í kvótann. Sjáðu mannréttindin sem felast í því að hafa handfæraveiðar frjálsar? Sjálfstæðisflokkurinn sagði "frelsi einstaklingsins til athafna" og setti kvóta á handfæraveiðar ???? Ein manneskja 4 rúllur grunn mannréttindi á Íslandi!
Ólafur Örn Jónsson, 28.4.2011 kl. 11:03
Kjartan... Útgerðin er stórskuldug og borgar enga skatta. Útgerðin hefur yfirveðsett veiðiheimildir til margra ára og hætt þannig auðlindum þjóðarinnar. Útgerðin hefur staðnað vegna einokunarfyrirkomulags og endurnýjun engin. Útgerðin hefiur í mörg umliðin ár ryksugað arð greinarinnar og notað í aðra óskylda hluti eins og kennitöluhrúgan bendir rækilega á. Útgerðin hefur notið árlegra ríkisstyrkja í formi kvótaúthlutuna og svokölluð kvótakaup nú á fullu í afskriftum. Kvótakerfið er því ekki forsenda hagkvæmni heldur stendur henni fyrir þrifum og á fyrsta degi eftir afnám kerfisins eru arftakarnir komnir á fullt. Þetta vita þrönghagsmunafurstarnir í LÍÚ og þess vegna vilja þeir áframhaldandi óbreytt ástand, ekki af neinu öðru.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 11:09
Ólafur það er ekki spurning að handfæraveiðar eiga að vera frjálsar. Það þarf samt einhverskonar stjórnun á fiskveiðum, ekki þessa sem Hafró stundar, því þeir eru í eigu L.Í.Ú og gera ekkert nema með þeirra leyfi. Þá stofnun á að leggja af. Við ættum að fá Jón Kristjánsson til að stýra veiðum eins og hann hefur verið að gera með að ráðleggja færeyingum.
Sóknarmarkið er sennilega besti kosturinn. Það var Einar Kristinn sem hjálpaði vinum sínum til að setja smábátakerfið í kvóta. Hann var formaður sjávarútvegsnefndar og var í lófa lagið að efna kosningaloforð sem hann gaf vestfirðingum í Íþróttahúsinu á Torfnesi um að setja ekki kvóta á smábátakerfið. Þeir stóðu að því loforði bæði hann og Einar Oddur, en Einar Oddur var búin að átta sig á aðstæðum áður en hann dó blessaður karlinn. Hinn hefur aldrei séð neitt rangt við sínar gjörðir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2011 kl. 11:26
Já Ásthildur það var ömurlegt að fylgjast með þessu menn eins og Matthías og Eykon voru jarðaðir þegar Bubbi spillingar kóngur kom að borðinu með loforð upp á vasan að moka "framsóknarflórinn"? En enginn vissi að hann vissi að hann ætlaði að drita skítnum yfir stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Nú urðu menn að ganga með Davíð eða út úr flokknum ...
Einar Oddur og Einar Kristinn völdu þessa afstöðu og furðu legt að hlusta og lesa Einar Kristinn hvílíkt raus eins og úr öllum sem skrifa með kvótanum en vita betur.
Sóknarmarkið með allan fisk á markað er alls ekki stjórnlausar veiðar en þegar lögin eru til búinn þarf Ríkið ekkert að vera að vasast í veiðinni. Þetta er í höndum skipstóra og útgerða að skipuleggja veiðar og landanir. Markaðirnir gera miklar kröfur til skipanna um góðan fisk og að stöðugt framboð. Allur botnfisk flotinn mun hrærast í þessu. Og kallarnir fá auka nótt við og við hjá kerlingunni
Ólafur Örn Jónsson, 28.4.2011 kl. 12:55
Hahaha já þeir verða að viðhalda stofninum bæði í sjónum og heima
Þessi kvótamál hafa verið algjört tabú, og raunar eini flokkurinn sem hafði þetta á stefnuskrá sinni af alvöru var og er Frjálslyndi flokkuinn.
Það hefði betur verið hlustað á Guðjón Arnar og Sverrir Hermannsson á sínum tíma, því allt sem þeir voruðu við hefur komið á daginn.
En sennilega þarf byltingu verkalýðsins til að koma þessum spillingarpésum frá, ekki láta þér silfurfötin sjálfviljugir.
Þetta ætti að vera svo einfalt ef vilji er fyrir hendi frá ráðamönnum, enda er yfir 80% landsmanna á móti þessu rándýra arfavitlausa kvótakerfi sem rekið er í dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2011 kl. 13:03
Hatrið í garð sjávarútvegsins er ekki nýtt hvað íslenska kratastétt varðar.Hatrið hefur þó verið sínu verst síðastliðin 40-50 ár, og gengur í ættir.Hér áður fyrr höfðu kratarnir eihverja sjómenn innan sinna vébanda en það er liðin tíð.Að vísu eru í kratahópnum einhverjir sem einhverntíma voru á sjó og þar eru líka gjaldþrota útgerðarmenn.Hugmyndir krataliðsins hvar í flokki sem þeir eru ganga út á það að Ríkið ræni veiðiréttinum og selji hann aftur til fólks á Landsbyggðinni.Ég legg til að doktorinn dragi upp pilluglasið fyrir þetta lið sem skrifað hefur hér á síðuna á undan mér.
Sigurgeir Jónsson, 28.4.2011 kl. 20:23
Ásthildur þú ert alltaf jafn greinargóð en ég segi sama. Burt með kvótakerfið í núverandi mynd. Handfæra og aðrir Heimalandandi bátar að öllum stærðum geta séð um fiskveiðar Íslendina með miklu minni tilkostnaði og álag á bankakerfið en það að halda úti stórútgerð með verksmiðjutogurum. Þessir verksmiðjutogarar geta reynt fyrir sér í fjarlægum miðum í stað þess að skrapa botninn með eyðileggingar tólum sínum já og komið með ESB fisk til okkar ef þeir vilja. Við munum plumma okkur vel með frjálsar handfæraveiðar og ég segi byrjum bara strax og hunsum kvótapottinn sem er settur strandveiðiflotanum til höfuðs því það er okkar réttur. Við heldum ekki neinum fisk það er á hreinu og fólk mun ekki svellta lengur því smáfiskurinn getur farið til þeirra sem vanta eins og áður.
Valdimar Samúelsson, 28.4.2011 kl. 20:30
Að sjálfsögðu þarf Kjartan enga pillu.Að öllu gamni slepptu þá er staðan grafalvarleg.Forsætisráðherrann hefur haft uppi stöðugar hótanir um þjóðnýtingu sjávarútvegsins. Sjómenn og fiskvinslufólk krefst samnings sem eðlilegt er og boðar verkföll.Fylgst er með landinu úr öllum áttum.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn talar við ASÍ. Matsfyrirtækin fylgjast grant með hvort gjaldeyrisstreymi frá landinu muni hugsanlega stöðvast.Og á meðan á þessu stendur er krata-höfuðborgar-stjórnlagaráðið sem svo kallast að útbúa hugmyndir um þjóðnýtingu í stjórnarskrá.
Sigurgeir Jónsson, 28.4.2011 kl. 20:36
Það þarf enga stjórnun á fiskveiðum en náttúran stjórnar ásamt kostnaði. Þegar menn veiða ekki upp í kostnað þá hætta þér. Þorskurinn verður ásamt öðrum fiski þar til náttúruskilyrði meina fisk að ganga upp að ströndum landsins. Munið einn Gol þorskur gefur 30.000.000 seiði sem eru 45 til 90.000.000 kg ef þau kæmust öll í að verða 3 kg. Nú vitum við að það verða alltaf fleiri en einn golþorskur svo hvaða villu trú eru við að taka á okkur. Það er alveg búið að heila þvo okkur.
Valdimar Samúelsson, 28.4.2011 kl. 20:38
Þeir sem vilja vita afhverju það veiddist svona mikið af þorsk fyrir útfærslu landhelginnar. Það eru fáir sem vita þetta en Bretarnir kreistu svil og hrogn í fötu á hrygningar tímanum og settu aftur í sjóinn. Þetta var nú allur galdurinn og Hafró vill ekki viðurkenna þetta þar sem þetta flokkast ekki sem vísindi.
Valdimar Samúelsson, 28.4.2011 kl. 20:45
Mætt mal mælt hér hjá þér Lýður & athugazemdir Ázt.Cecil gjöra það lífríkara...
Steingrímur Helgason, 28.4.2011 kl. 22:40
Ásthildur greinir satt frá lognu en erfiðara er að sannfæra Sigurgeir. Afstaða mín til kvótans hefur ekkert að gera með krata, borg né stjórnlagaráð, einungis af augljósu óhagræði sem skapast hefur af þessum gjafafeng sem svo mjög hefur arðrænt þjóðina. Þjóðnýting er ekki það sama og þjóðnýting en í mínum haus merkir orðið að nýta eitthvað þjóðinni til heilla.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.