KÓNGAFÁR.

Dæmalaust fár gengur nú yfir heimsbyggðina vegna brúðkaups kóngafólks í Bretlandi.  London er að fyllast og sjónvarpsútsending verður í nótt vegna þessa atburðar.  Fólk getur vart vatni haldið vegna spennu og óvissa um fatnað prinsessunnar að æra suma.  Einhverjir íslendingar virðast haldnir þessari konunglegu þrá sem hugsanlega má rekja til sambandsins við dani í denn.  Kannski þurfum við á svona uppákomum að halda í hverdagsamstrinu en sjálfur mun ég hvíla á mínu græna og óska brúðhjónunum velfarnaðar í svefni.  Og þó, Óla var ekki einu sinni boðið...

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kongafár hvað ... þetta eru síðustu menjar konunga veldisins, en ekki einungis það littli vinur.  Þegar þetta veldi líður undir lok, þá líður einnig Ísland undir lok.  Hvort sem þú skilur það, eður ei.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 15:41

2 identicon

Sæll, Bjarne.  Ég skil ekkert í þessu en trúi því sem þú segir.

lydurarnason (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband