30.4.2011 | 19:25
FÉ Á FÆTI.
Fjárbúskapur stangast í mörgu á við annan búskap. Bændur sem róa á önnur mið líta sumir hverju óhýru auga á sauðkindina sem spígsporar á öllum koppagrundum óseðjandi. Gengur þetta bæði á skóga og gróðurmold. Ennfremur eru landeigendur skyldaðir til smölunar þessa búfjár sem þeir hvorki eiga né nýta. Segir einn skógarbóndi í erindi sínu til stjórnlagaráðs að líkja megi þessum ágangi við ferðaþjónustubónda sem slátri lausagöngufé annara á landi sínu og selji svo ferðamönnum á grillið. Sýnist að þrái hinnar íslenzku sauðkindar sæki nú hana sjálfa heim.
LÁ
Athugasemdir
Er ekki hægt að hafa sauðfé í beitarhólfum ?
Þær fá að spranga ansi víða rollurnar .Mýtan um "fjallalambið"er lífseig.Ég er viss um að lamb úr beitarmóa á láglendi sé alveg gott og "fjallalamb".
Hörður Halldórsson, 30.4.2011 kl. 22:39
Efast um að þessi skógarbóndi hafi nokkurn tímann verið fjárbóndi fyrst hann veit ekki að fjárbúskapur getur vel farið með skógrægt, það hefur verið gert um land allt.Hún gengur ekki á skóga það er bara rangt, beitarhólf eru vel þekkt innan um skógrækt. Þeir eru ekki margir sauðfjárbændurnir á íslandi og ætli meðalaldurinn sé ekki vel yfir 50 árin, á storum afréttum hefur bara þurft grípa til þeirra aðgerða að skikka menn til smölunnar, redda manni eða þá borga einhvern smáaur svo nægur mannskapur náist. Þetta hefur þurft að gera því fyrirtæki (lífsval t.d) og fjársterkir aðilar keyptu upp allar jarðir hér á himinháu verði án þess að stunda búskap, sprengdu upp jarðaverð svo það er ekki möguleiki á fyrir venjulega ungann mann að kaupa jörð og gerast bóndi.
Bernharður Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 00:53
Lamb úr beitarmóa á láglendi hefur ekki sömu kjötgæði og fjallalamb. Þó er munurinn ekki allur fjallalambinu í vil því likur eru á að beitarmóalambið hafi mýkri vöðva.
Öðru leyti tek ég undir með Bernharði í flestu.
Árni Gunnarsson, 1.5.2011 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.