ÓLI PRIK.

Ummæli forsetans á Patreksfirði í dag eru tímabær.  Einokunar- og afskriftakerfi það sem enn ríkir í stjórn fiskveiða hefur svo sannalega sorfið af þeim stað sem forsetinn ávarpaði í dag.  Hagræðingin sem málsvarar kerfisins lofa svo mjög er farin að vinna  gegn sjálfri sér, faðmur auðlindarinnar orðinn níðþröngur og arðurinn flestum eingöngu þekktur af afspurn, afspurn sem hinir fáu njótendur kvótakerfisins básúna sem besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi.  En augu fólks eru óðum að opnast og orð foretans á þessum sjómannadegi flýta fyrir þeim breytingum sem framundan eru.  Óli prik í dag.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sammála, þessu kvótakerfi verður að breyta hvað sem útgerðar- og hinir sjálfstæðismennirnir segja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2011 kl. 18:12

2 identicon

Því verður breytt, Ásthildur, því verður  breytt.

lydurarnason (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 22:35

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo sannarlega vona ég það Lýður, það er okkur lífsnauðsyn, áður þörf en núna er nauðsyn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2011 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband