HOP OG HIK.

Hik sumra stjórnarliða varðandi kvótafrumvarp Jóns Bjarnasonar er skiljanlegt.  Ástæðurnar hinsvegar óskiljanlegar.   Að hopa undan einhverju áliti sem byggir á hagkvæmni óbreytts ástands segir miklu meira um þingmennina en frumvarpið.  Afhverju voru allir til í tuskið fyrir kosningar?  Hvað hefur breyst síðan?  Óhagkvæmnin vegna mestu byggðaröskunar sögunnar stendur enn.  Óhagkvæmnin vegna skuldasöfnunar sjávarútvegsfyrirtækja stendur enn.  Óhagkvæmnin vegna yfirveðsetninga stendur enn.  Óhagkvæmnin skattborgaranna vegna afskrifta stendur enn.  Óhagkvæmni ójafnræðisins stendur enn. Óhagkvæmni  gengur sem rauður þráður í gegnum þetta kerfi og margbúið að skoða, ræða og álykta um hvað þurfi að gera.  Og svo þegar loksins kemur að því er hlaupist á brott.  Hvað breytir afstöðu manna svona kyrfilega og snöggt?  
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er furðulegt að viðsnúningarnir eru aldrei látnir svara fyrir og útskýra sinnaskiptin.

Sigurjón Þórðarson, 21.6.2011 kl. 00:12

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það er ekki hægt að ræða þetta í björtu lengur.

Níels A. Ársælsson., 21.6.2011 kl. 07:12

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hop og hik, hefur einkennt þessa ríkisstjórn. Þú þarft ekki að að vera hissa, því ráðaleysið er einkenni þessara manna.

Eggert Guðmundsson, 21.6.2011 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband