AUÐLINDASÁTT VIÐ ÓLÍGARKA.

Þingmaður sjálfstæðisflokks, Jón Gunnarsson, spurði sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, hvort hann hygðist leita sátta við hagsmunaaðila og stjórnarandstöðu um kvótafrumvarpið.  Jón kvaðst stefna að því.  Þetta sýnir svarthol auðlindamála á Íslandi, menn eru tilbúnir að veita ákveðnum aðilum aðgengisforskot að fiskveiðum til 20 ára og síðan möguleika á framlengingu, menn láta afskiptalaust þó veiðigjald til þjóðarinnar sé aðeins brotabrot af aflaverðmætinu og meira að segja er veiðigjald innan einnar og sömu tegundar mishátt milli manna.  Því miður átti Jón Gunnarsson ekki við þjóðina þegar hann talar um hagsmunaaðila heldur þröngan sérhagsmunahóp og kostunaraðila sjálfstæðisflokksins.  Útilokað er að flokkur sem kennir sig við frelsi og einstaklingsframtak haldi slíka tryggð við jafn kommúnískan málstað nema eitthvað komi á móti, eitthvað stórt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband