4.11.2011 | 17:27
HVAR ERU SAMFLOKKSMENN ÓLÍNU?
Forsvarsmenn útgerðarmanna svara í dag ummælum Ólínu Þorvarðardóttur þess efnis að ríkið verði af umtalsverðum tekjum þar sem ekkert veiðigjald sé innheimt af makrílveiðum. Yrði veiðigjald af makríl samræmt veiðgjaldi skötusels myndi það gefa þjóðarbúinu um 9 milljarða í árstekjur. Ástandið er hinsvegar 90 aurar/kg sem gefur 140 milljónir.
Meðalkílóverð makríls 2010 var 136 kr/kg. 90 aurar af því er 0,7%. Forsvarsmenn LÍÚ segja veiðigjald í líkingu við það sem Ólína nefnir gera veiðarnar óarðbærar. Samt leigðu íslenzkar útgerðir makrílkvóta af Færeyingum fyrir 100 kr/kg. Afhverju er arðbært að borga Færeyingum 100 kr/kg í veiðigjald en óarðbært að greiða eigin þjóð 42 kr/kg?
Rökleysur LÍÚ koma ekki á óvart en hvernig stendur á þögn samflokksmanna Ólínu?
Afhverju bakka þér hana ekki upp í jafn augljósu hagsmunamáli fyrir íslenzka þjóð?
LÁ
Athugasemdir
Þú ferð villur vegar, eins og oft áður Lýður, þegar þú lætur andúð þína á útgerðarfyrirtækjum ráða för þinni.Kjarasamningar sjómanna eru lausir og eru búnir að vera það í hátt í ár.Samkvæmt kjarasamningum sjómanna á Íslenskum skipum þá eiga sjómenn hlut í þeim fiski sem veiddur er hvort sem það er makríll eða aðrar tegundir.Ef íslenska ríkið fer að taka hlut af afla í formi leigu þá hlýtur það að vera tekið af óskiptu.Þannig að útilokað er annað en leigan verði tekin af hlut sjómanna.Það sem greitt er fyrir heimildir utan Íslands kemur engum við hvorki þér né öðrum.Ef íslenskir sjómenn ætla að kingja því að fara að borga leigugjald fyrir aflahlut þá eru þeir aumingjar sem ég trúi ekki að þeir séu.Það mun því stefna í verkfall sjómanna ef menn eins og þú ná að berja þetta fram.Það verkfall verður ekki hægt að banna eins og gert var hér á árum áður, því það verður að sjálfsögðu kært beint til Mannréttindadómstóls Evrópu.Þú lagast ekki.Kv.
Sigurgeir Jónsson, 4.11.2011 kl. 22:30
Þú kanski tekur eftir því Lýður að "Rikisstjórn verkalýðsins" hefur ekki lagt í að banna verkfall sjómanna hjá Hafró.Af hverju heldurðu að það sé.
Sigurgeir Jónsson, 4.11.2011 kl. 22:35
Gaman að heyra í þér aftur, Sigurgeir, og svona sprækum. Hvað segðu rjúpnaveiðmenn framtíðarinnar við því ef veiðireynsla rjúpu í nokkur ár færði viðkomandi veiðimönnum allan rjúpnaveiðikvóta til framtíðar og allra nýfygla að auki. Þessir sömu veiðimenn síðan leigja rjúpnaveiðimönnum sem á eftir koma og það á okurverði. Þá er ekki verið að hugsa um hlut sjómannsins. Þú ert enn úti í móa og haldinn þeirri firru að sjófang á Íslandsmiðum eigi að vera einkamál örfárra og öðrum óviðkomandi. Og auðvitað skiptir máli hvað útgerðin borgar í öðrum löndum og í þessu máli kemur það öllum sérlega mikið við. Afstaða þín skýrir þó hvers vegna þú vilt halda því leyndu. Mér kemur hinsvegar minna við þessi ríkisstjórn verkalýðsins eins og þú kallar hana, hún er nærri því jafnónýt og hrunflokkarnir sem nú bíða færis.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 00:44
Vingulsháttur stjórnvalda varðandi afskriftir veiðiheimilda, hefur valdið vonbrigðum hjá almenningi og fylgismönnum stjórnarinnar. Ólína hefur notið stuðnings fjöldans í orði en ekki á borði. Allt má færa til betri vegar, sjálfur mun ég hlýta herhvöt þinni. Þakka þér frábærar greinar í gegnum tíðina.
Jónas S Ástráðsson, 5.11.2011 kl. 09:44
Sæll, Jónas, og þakka traustið. Greinar eru auðvitað ágætar en nú kominn tími á athafnir. Tímann fram að kosningum þarf því að nýta vel.
lydurarnason (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 10:02
Lýður. Góð spurning, hvar eru samflokksmenn Ólínu, þegar um svona mikilvægt og umdeilt mál er að ræða? Það er eins og hugsjónir og kosningaloforð um kvótabraskið hafi lent ofan í læstri skúffu í ESB-Brussel, og verði ekki dregið þaðan aftur fyrr en í næstu kosningabaráttu, til að blekkja kjósendur.
Þetta kvóta-kosningaloforð Samfylkingarinnar, sem flokkurinn fékk mörg atkvæði út á, er einnota og innihaldslaust, vegna vanrækslu í framkvæmd. Það mun enginn flokkur nota það svikna kosningaloforð aftur.
Ég skil ekki að okkur komi ekki öllum við, hvað mikið og hvar er borgað fyrir veiðarnar. Og það eru engin lögleg né réttlát rök til fyrir því, að almenningur megi ekki veiða almannaeign við strendur Íslands. Ekki síst núna, þegar mesta kreppa seinni tíma er að brjóta allt og alla niður hér á landi.
Það er ekkert réttlæti í því, að segja að almenningi komi ekki landsmálin við, í lýðræðisríki. Þetta skilja því miður ekki allir. Eiginhagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni, öllum til bölvunar þegar upp er staðið. Rakalaust óréttlætið hefur liðist hingað til í fiskveiðimálunum, en líðst ekki endalaust.
Rök þeirra hrokafyllstu og frekustu eru þau að almenningi komi ekkert við, fyrr en þarf að greiða skuldir og tap útgerðanna. Þá má nota skattpening almennings (ríkissjóð) til að borga tapið, og almenningur þegi svo þess á milli.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.11.2011 kl. 10:03
Ástæðan fyrir litlum stuðningi við Ólínu í þessu máli, er að enginn veit hvar hann hefur hana. Hið ömurlega pottafrumvarp Jóns Bjarnarsonar, sem hefur komið miklu óverðskulduðu óorði á andstæðinga LÍÚ, (einhver spáði því að líklega eigi LÍÚ eftir að reisa Jóni Bjarnasyni styttu fyrir að hafa klúðrað tækifærinu til raunhæfrar endurskoðunar á gjaldtöku í sjávarútvegi). Skemmtileg samsæriskenning segir að Jón Bjarnason sé flugumaður LÍÚ, en líklega bara nytsamur sakleysingi, þó svo að sekt hans sé mikil.
Uppboðsleið eða fyrningarleið, er eina boðlega leiðin .... Þetta pottasull, slær vopnin úr höndum allra góðra manna. Hún er sanngjörn og mismunar fólki ekki.
Síðan er Ólína ekki heldur að ávinna sér neinar vinsældir með löndunarskyldunni. Ef ekki er neinn tilbúinn að borga fyrir kostnaðinn við það að sigla heim með eitthvað rusl, þá bara borgar það sig ekki, og Ólína verður að sætta sig við það. Þetta mál verður að leysa á viðskiptalegum forsendum en ekki með því að þvinga útgerðir til óhagræðis, því meira óhagræði í útgerð, því minna virði er auðlindin og því minna auðlindargjald geta útgerðinar greitt.
Grátlegt!
Úlfur (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 12:15
Tad ma vel vera ad utgerdir geti borgad meiri skatt og tetta kotakerfi er natturulega træl gallad,en tel ekki ad vid leisum vandamalid med frjalsum veidum,?hvad ta med tegar buid er ad drepa stofnana?tad verda ad vera høft eins og a ødrum hlutum,eda vid leisum tetta med ad fiska alt a smabatum eins og madur ser suma halda fram,en tad er ju sart ad sja menn sem landa a markad fa kanski 30-50% hærra verd en sa sem landar til eigin vinslu..en audvitad myndi verdid a mørkudum lika lækka ef frambod margfaldast,OG TVI ER ALDREI NEFNT A NAFN NEITT SEM VIDKEMUR TEIM FJØLSKILDUM SEM EIGA ALT SITT UNDIR TESSUM VEIDUM,tvi ef utgerdin verdur skatløgd mikid meira ta verdur tad tekid fra okkur sjomønnum og ef ekki annad ta med einhverjum løgum um oliukostnad eda annad,og mer finnst nu ad vid sjomenn styrkjum utgerdina nog og ja meira en nog.Sydustu ar hefur fiskur hækad mikid i verdi en,min laun hafa stadid i stad i kronutølu og vinnan i Frystihusinu minkad til muna vegna minkandi kota,tvi aukningin a Kotanum fer ju ad mestu i ad hjalpa GØMLUM KOTAKONGUM A SJO AFTUR.Svo ber eitt i tessu af hverju heirdi madur aldrei hljod fra neinum af tessum snillingum tegar bædi utgerd sjomenn og fiskvinsla løptu daudan ur skel fyrir fall kronunar
Þorsteinn J Þorsteinsson, 5.11.2011 kl. 15:08
Skip sem skráð er í öðrum löndum , þar sem eigandirnn er ekki íslenskt fyrirtæk í skilningi alþjóðlegra laga, þótt íslendingar eigi hlut í slíku útgerðarfyrirtæki, eða eigi það kanski að öllu leyti, Ólínu Þovarðardóttur, Lýði Árnasyni eða einghverjum öðrum íslendingum kemur ekkert við hvað slík erlend fyrirtæki eru að gera í öðrum löndum.Áhafnir þessara skipa eru á kjarasamningum sem gilda í viðkomandi ríki og greiða þar sína skatta ef einhverjir eru.Afætur höfuðborgarsvæðisins bíða eins og hrægammar eftir því að geta stolið hlut sjómanna og geta gert þá að þrælum sínum.
Sigurgeir Jónsson, 5.11.2011 kl. 15:28
Jafnræði gagnvart aðgengi að auðlindum er lykilatriði. Ekki sízt sé hún takmörkuð. Ríkisafskipti eiga að beinast að því og engu öðru. Í umræðunni skiptir miklu máli að bera saman verð og viðskipti hér og í nágrannaríkjum og engum varðar um áhuga minn á þeim samanburði. En auðvitað kemur sér illa fyrir verjendur kvótakerfisins að verið sé að róta í þessum málum, sumt þrífst best í myrkri.
lydurarnason (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.