6.11.2011 | 11:07
KOSTNAÐARSAMUR LÍFSSTÍLL.
Nú karpa þingmenn um fjárframlög til menningarhúsa í sínum kjördæmum og vilja sumir jöfnuð milli landshluta í þeim efnum. Ekki hefur rekstrargrundvöllur menningarhússins Hofs á Akureyri reynst beysinn. Að sögn ráðamanna biðu landsmenn Hörpunnar með óþreyju og sérlega sinfóníuhljómsveitin eftir tilhlýðilegri vinnuaðstöðu. Hún hefur nú boðað verkfall. Landhelgisgæslan þurfti að leigja skip sitt til miðjarðarhafsins í sumar vegna fjárskorts en poppar nú upp með glænýtt 4ra milljarða lúxusskip. Rekstur landsspítala er í járnum og berjast menn þar á bæ við þjónustuskerðingar á viðkvæmum sviðum. Í sigtinu er samt glænýtt risasjúkrahús sem samrýmist fimm sinnum stærri þjóð. Meðan þrýstihópar geta vafið um sig stjórnmálastéttinni og hún sjálf elskar vinnu sína og lífsstíl svona mikið eru raunverulegar þarfir þjóðarinnar fyrir borð bornir. Því sannast sagna væri landsmönnum miklu meiri akkur í fleiri aurum í eigin vasa og áframhaldandi aðgangi að grunnþjónustu en öllu ofannefndu. Það er a.m.k. mín skoðun.
LÁ
Athugasemdir
Þetta eru orð í tíma töluð. Það er sorglegt að horfa upp á stöðu Landspítalans, hvernig fjársveltið er smátt og smátt að mylja niður gæðin. (því miður er ég í stúkusæti þessa dagana)
Svo er talað í fullri alvöru um nýjan súper spítala sem kosti ekki neitt, bara að taka víxil upp á framtíðina og það sem sparist í rekstrarkostnaði dugi fyrir afborgunum.
Svo eftir nokkur ár þegar kostnaður við nýja spítalann ætlar allt að drepa þá kannast enginn við eitt eða neitt í útreikningum..Enginn ábyrgur.... bara horfa fram á veginn en ekki hanga í baksýnisspeglinum.....
Síðan hvenær hafa þær tölur verið réttar sem veifað er framan í fólk í aðdraganda stórframkvæmda á Íslandi? Dæmi: Kárahnjúkar, Harpan.
Hættum a.m.k. í bili við þessa óráðsýn um nýjan Landspýtala. Fókuserum á þann gamla, það á ekki að vera neitt feimnismál að skattleggja duglega þá sem auðinn eiga. Bendi m.a. á ágætar tillögur Lilju Móses. um að skattleggja útflutningsgreinar sem nemur óverðskulduðum hag þeirra af óeðlilega lágu gengi krónu!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 12:15
Ég bara get ekki skilið þetta forgangsröðun ráðamanna, meðan ekki er hægt að manna og reka spítala landsins, skuli vera inn í myndinni að byggja þennan spítala. Það er líka geggjun á tímum svona mikils niðurskurðar til heilbrigðismála að vera að toppa sig með menningarhöllum eins og Hörpu og Hof, svo ég tali ekki um landhelgisgæsluna. Hvaða gagn hafa íslenskir sjómenn af því að við leigjum frá okkur tæki til fjarlægari landa? Þetta er nákvæmlega eins og þú segir Lýður Kostnaðarsamður lífstíll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2011 kl. 13:01
Ég sá að menn eru að kasta hnútum í Hörpuna, simfó er að drag að sér þarna um 1500-3000 manns á viku fyrir utan aðra viðburði þannig að ég held að forsvarsmenn Hörpunnar ættu að sýna á prenti hvað hún er að draga að sér. Það er ekkert mál að hneykslast og hrópa á torgum en oft er betra að spyrja. Þetta á svo sem líka um Kárahnjúka því að fyrir nokkrum árum sagðist Landsvirkjun verða skuldlaus eftir 15 ár sem bendir til að raforkuverðið til álverana sé í lagi. Þetta með heilbrigðisþjónustuna þar sem útgjaldahliðin hefur vaxið meira en sem nemur verðbólgu sá vöxtur er kanski á skrifstofu hliðinni?, enda man ég ekki eftir því að hafa séð eða heyrt að þar hafi fólki verði sagt upp.
allidan (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 17:06
Sem betur fer fær Harpan inn fullt af peningum, en hvað ætli reksturinn kosti og viðhaldið fyrir utan gluggaþvottinn? Ætli það sé nú ekki slagsíða á rekstrinum. Ég er ekki að hallmæla symfóníunni, en það þurfa líka að vera til peningar til að borga launin þeirra, eða ætli það sé tilviljun að þeir eru eða voru í verkfalli?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2011 kl. 17:32
Það er þetta með æðir menningu, ég er alltaf að heyra hvað þetta sé mikill óþarfi ég er einn þeirra sem nýt þess að fara á sinfóníutónleika en það er bara svo fjári dýrt þannig að ég vel þá að mikilli kostgæfni en það er þess virði þó að miðinn kosti mig yfir 30 þús þar af leiðandi venjulega ekki nema tvennir til þrennir tónleikar á ári en hvað um það þessum aurum er vel varið. Svona í framhjáhlaupi þá var Háskólabíó sprungið þannig að við þurftum að fá nýtt hús, hvort þetta var það rétta ætla ég ekki að dæma um en við fengum við og ákvörðunin var tekin af lýðræðislega kosnum fulltrúum, ég hef ekki trú að sú ákvörðun hafi verið tekin til að afla vinsælda.
allidan (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 18:37
Ég man nú ekki betur en að ákvörðun um stærð og umfang byggingarinnar Hörpu hafi verið tekin af mönnum sem höfðu ranghugmyndir um eigið ríkidæmi og verið falið mikið almannavald af ónýtum stórnvöldum. En það er rétt að þegar barnið gól að keisarinn væri ekki í neinum fötum, þá þurfti almenningur að grípa inn í og borga brúsann eins og fyrir aðra görótta drykki sem þessir menn brugguðu handa íslenskri alþýðu.
Sigurður Haraldsson
Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 21:46
Sæll, Allidan. Ég hef ekkert á móti góðu músikhúsi. En tel slíkt ekki forgangsmál eins og nú viðrar í samfélaginu. Ég vona að reksturinn gangi sem best og sé af þessu einhver hagnaður betra að láta einkaaðilum þetta í té. Við getum ekki ætlast til betri lífskjara og áframhaldandi þjónustu með öllum þessum fjáraustri. Betra er að bíða uns vorar á ný. Vona samt þín vegna að semjist við sinfóníuna.
lydurarnason (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 01:52
Bara alveg milljón prósent sammála pistli Lýðs.
Það er eitthvað meira en lítið galið við atvinnupólitíkusana 4-flokka, sem forgangsraða þannig. Skera niður grunnþjónustu, en halda samt að mestu kjararýrðu starfsfólkinu (til að fela raunverulegt atvinnuleysi)
Í þarfagreiningu þeirra virðist þó sem þá rámi stöku sinnum í gamla trixið, að leiki skuli þurfa fyrir lýðinn, dauðann eða lifandi, en þeir gleyma alveg hundakexinu, að maður minnist nú ekki á franskt biskví. Þetta eru algjörir amatörar í fræðunum.
Kunna þó að deila og drottna og láta okkur halda að einhver munur sé á 4-flokknum. Það eru þeirra ær og kýr.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 03:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.