9.11.2011 | 00:59
HROTUR Í ÞINGSAL.
Umræður á alþingi voru snarpar í dag og kváðust a.m.k. tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar andvígir nýrri stjórnarskrá. Sú skoðun virðist enn eiga sér fylgismenn að alþingi eigi að sjá um verkið sem er undarlegt í ljósi sögunnar því þrátt fyrir margar tilraunir alþingisnefnda gegnum árin hafa allar misfarist nema í tilviki mannréttindakaflans. Ennfremur ætti flestum að vera ljós þverstæðan sem fólgin er í því að alþingi fjalli um sjálft sig í stjórnarskrá. En sumum er sama. Evrópumálin voru einnig í deiglunni og lýsti utanríkisráðherra óbilandi trú sinni á evrunni og styrkingu hennar. Vigdís Hauksdóttir var á öndverðri skoðun en bæði eru gangandi dæmi um óhagganlega stjörnudýrkun. Sem er slæmt því ómögulegt er að sjá fyrir þróunina í Evrópu næstu misseri. Því er betra að flýta sér hægt og fá meiri botn í atburðarrásina áður en lengra er haldið. Kannski ættu þingmenn að taka Árna Johnsen sér til fyrirmyndar og sofa á þessu.
LÁ
Athugasemdir
Zzzzz..zzz..zzzzzzzzz.zzzzzzzz.......zzzzzzzz.zzzzzzzz....zzzzz.zz..zz...zzzzz.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.11.2011 kl. 06:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.