STJÓRNARSKRÁRVARINN RÉTTUR HVURRA?

Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ segir handhafa aflaheimilda  eiga sinn stjórnarskrárvarða rétt.  Gaman væri að vita gagnvart hverju. 

Í stjórnarskránni segir í 72 grein:

Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.

Í lögum um stjórn fiskveiða frá 1990 segir í 1. grein:

Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara
er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta
atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar
ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Stjórnarskrárvarinn réttur er vissulega til staðar en hvernig hann fellur útgerðinni í skaut er mér hulið.  Held tímabært að reka hagsmunaaðila frá samningaborðum og stöðva þann fáranleika að láta þá ráðskast með lög og regluverk um eigin afkomu.  Upp úr því dýi þarf að komast og skeyta engu um málaferli né hótanir, lögin eru skýr.  

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.11.2011 kl. 03:03

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir að halda þessu til haga. Þð er kannski rétt að benda á að þetta kemur líka í veg fyrir framsal á fullveldi okkar yfir fiskimiðunum. Össur verður að reyna að breyta þessu eftir einhverjum leiðum.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2011 kl. 05:22

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

 Ég er mjög ánægður með þig Lýður hvernig þú hefur verið að tækla sjávarútvegsmálin.

Ég hef líka stundum verið að velta þessum frasa hjá Friðriki Jóni fyrir mér, sem hann kallar "stjórnarskrárvarinn réttur".  Ég er farinnað hallast á að hann sé bara að meina  veðsetningar- ráðstöfunar- og sölurétt.... eða kannski bara einhvern góðan fiskirétt.

Atli Hermannsson., 30.11.2011 kl. 10:19

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að halda þessu til haga Lýður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2011 kl. 10:22

5 identicon

Í handónýtu vinnuskjali Jóns Bjarnasonar & Co er miðað við nýtingarrétt núverandi kvótahafa til næstu 20 ára.  Sjónarmið LÍÚ liggur fyrir.  Það stefnir því í stríð og er ég þess fullviss að stór meirihluti þjóðarinnar sé á öndverðum meiði við hagsmunasamtök útvegsmanna.  Sá vilji verður að birtast í næstu kosningum.

lydurarnason (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 10:42

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og þó fyrr hefði verið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2011 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband