31.12.2011 | 13:08
ÁRIÐ TVÖÞÚSUNDOGELLEFU, UPPGJÖR.
Þetta ár hefur verið brúarsmíði. Þjóðin stendur á bakkanum og bíður, veit ei hvert brúin liggur né hvar hún endar. Ríkisstjórnin situr á sömu umbúðum, breyttu innihaldi og leitar að lendingu, brimgarðurinn framundan. Vöxtur endurreisnar er miklu hægari en illgresissprotar hrunsins sem minna í bláma sínum á lúpínuna. Stjórnarflokkunum hefur hingað til ekki tekist að nýta þingmeirihluta sinn lykilmálum til framdráttar og gammar þegar yfirsveimandi. Tíminn er að renna út og öllum það ljóst. Hrókeringar ráðherra innibera ákveðin skilaboð, formaðurinn trónir nú á umdeidasta málaflokki landsins og óumflúið að hann sýni sitt rétta andlit. Hvort það snúi að þjóðinni eða hagsmunaaðilum kemur í ljós. Níu líf ríkisstjórnarinnar eru ekki vegna eigin lipurðar heldur stirðbusaháttar þeirra sem telja sig þess umkomna að taka við. Á nýju ári standa þessi sömu öfl fyrir máli sínu og útkoman ráða miklu um framhaldið. Og þó, kannski er öllum að verða sama. El þá von í brjósti að þjóðmálaumræða komandi árs mun færast frá hægrinu og vinstrinu yfir í uppið og niðrið og snúast um almannahagsmuni en ekki hvort sjálfstæðisflokkurinn eigi fiskimiðin, framsóknarmenn kaupfélögin, samfylkingin Brussubæ eða vinstrigrænir hálendið.
Nýárskveðja til allra sem við vilja taka, Lýður Árnason.
Athugasemdir
Samspillingin á útrásarvíkingana ein og einsömul. Enginn fór að reglum enregluverkinu og eftirlitinu allt að kenna. Morðinginn drap eingann.
K.H.S., 31.12.2011 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.