12.4.2013 | 02:06
AFSKRIFUM KVÓTAFLOKKANA
Hef oft velt fyrir mér hvers vegna sjálfstæðisflokkur sem kennir sig við einstaklingsfrelsi og einkaframtak skuli beita sér af alefli fyrir einokunaraðgengi og fákeppnismarkaði þegar kemur að úthlutun veiðiheimilda. Flokkurinn ver með kjafti og klóm rúllettusamspil kvótahafa og banka og kippir sér ekkert upp við tíðar afskriftir á skuldum kvótakónga. Flokknum er sléttsama þó þessir afskriftakóngar haldi kvótanum og sjá engan hag fyrir þjóðina að innheimta veiðigjald af eigin auðlind. Styður heilshugar leiguok kvótakónga gagnvart öðrum þjóðfélagsþegnum sem nýta vilja auðlindina og láta óátalið þó heilu sjávarbyggðirnar lamist vegna kvótaframsalsins. Einhversstaðar hefur flokknum orðið á í messunni. Systurflokkurinn, framsókn, er svo síst betri. Hvet fólk sem ann alvöru einstaklingsfrelsi og alvöru einkaframtaki að íhuga aðra kosti í komandi kosningum.
LÁ
Athugasemdir
Já Lýður minn. Það þarf að stoppa stóru þjófana. Ekkert er einfalt né samhengislaust, í fjölmiðla-spillingarfléttunni, eins og rúv-ruglið reynir að matreiða umræðuna ofan í almenning.
Þeir sem boða betri tíð, þurfa að sjá heildarmyndina, ekkert síður en þeir gömlu.
Því miður eru ríkisfjölmiðlar Íslands og annarra þjóða, einungis gagnslausir og stórhættulegir blóðtappar, og hindranir í því að koma sönnu heildarmyndinni á ríkisrekna og þrælaborgaða rúv-skerminn og í rúv-hljóðvarpið.
Það er alvarlegasta lýðræðisbrotið fyrir þessar kosninga-kynningar!
ESB er ekki himnaríkis-lausnin, og frumvarpið að nýrri stjórnarskrá líður fyrir það að vera háð kvótakóngunum í Brunsselturninum, því þeir eru ekkert skárri en aðrir kvótakóngar.
Það verður að ræða alla hluti af hlutleysi og í samhengi, ef lýðræði og velferðarhugsjón fyrir lítilmagnana, er raunverulega markmiðið.
Ég er að gagnrýna, vegna þess að ríkisfjölmiðlarnir gagnrýna ekki, heldur stunda þeir pólitískar árásir og ómálnefnanlega bitbeinsumræðu sem ekki gagnast almenningi, heldur gagnast banka/lífeyrissjóðs-ræningjunum sem eiga ríkis-fjölmiðlana.
Gangi okkur öllum vel, og verum heiðarleg eftir besta viti og getu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.4.2013 kl. 18:01
Fiskveiðistjórnunarmálin og ný stjórnarskrá eru samspyrt um auðlindirnar og nýtingu þeirra í þágu þjóðarinnar. Tveir flokkar standa gegn breytingum þar á. Sjálfstæðisflokkur & Framsókn . Þeir eru þar samspyrtir. Veitum Lýðræðisvaktinni brautargengi í kosningunum í vor og vinnum þannig að lýðræðislegum umbótum í landinu og að auðlindirnar verði í þjóðareign . Það er verðugt verk að vinna.
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.