23.5.2007 | 18:30
GÖSPUR GRÍMS & SIGURJÓNS
Flest höfum viđ gasprađ og bassaleikari hljómsveitarinnar Grjóthruns (í Hólshreppi), Grímur Atlason, sannlega engin undantekning. Gaspur Sigurjóns, fyrrverandi ţingmanns Frjálslynda flokksins, Ţórđarsonar yfir gaspri Gríms Atlasonar í Fréttablađinu er ţó međ meiri gösprum. Sakar Sigurjón bćjarsjórann (fyrir utan bassaleikinn gegnir Grímur stöđu bćjarstjóra í Bolungarvík) um rangfćrslur og stađreyndaviđsnúning, gengur reyndar lengra og segir Grím vinna á móti sínu fólki. Kannski í hundahaldsmálum en ekki varđandi kvótaandstöđuna sem er honum jafn sönn og Sigurjóni. Í ţeim málum eru ţeir samflokksmenn og bendir Grímur á í grein sinni ađ atvinnuréttur sjávarbyggđanna sé algjörlega fyrir borđ borinn međ núverandi skipan veiđistjórnunar og kerfiđ sérsniđiđ ađ sérhagsmunum útvegsmanna. Telji Sigurjón Grím fara međ rangfćrslur má benda á fjölda manns sem er honum sammála, ţ.e. bćjarstjóranum. Málflutningur frjálslyndra nćr fćrri eyrum, meira ađ segja í sjávarbyggđunum, en málflutningur sjálfstćđismanna og kannski umhugsunarefni hvert skal sćkja fylgiđ. Ađ úthúđa eina bćjarstjóranum á landinu sem ţorir ađ greina frá tilvistarkreppu sjávarbyggđanna og ekki undir rós er ómaklegt og óvćnlegt til árangurs. Sigurjón, hamrađu á hinum villuráfandi en ekki á skođanabrćđrum og systrum.
LÁ
Athugasemdir
Grein Gríms var full af rangfćrslum um kvótakerfiđ s.s. um ađ ţađ hafi aukiđ verđmćtasköpun og í ţví vćri faliđ eitthvert frelsi í sjávarútvegi. Ţessar rangfćrslur verđa ekkert réttari ţó svo fleiri en Grímur haldi ţeim vitleysum fram. Ţađ sýna einfaldlega gögn Hagstofu Íslands sem ég vísa í á blogginu mínu.
Mér finnst sanngjarnt ađ gera ţá kröfu til bćjarstjóra Bolungarvíkur ađ hann kynni sér stađreyndir um ţróun sjávarútvegsins á síđustu árum ef hann sér á annađ borđ ástćđu til ţess ađ fjalla um atvinnugreinina.
Ég lít alls ekki á ađ ég hafi úthúđađ bćjarstjóranum heldur bent međ afgerandi hćtti á ađ fullyrđingar hans um frelsi og aukna verđmćtasköpun vćru algerlega úr lausu lofti gripnar.
Hitt er svo annađ mál ađ ekki langt síđan ađ Grímur Atlason sá ástćđu til ađ uppnefna liđsmenn Frjálslynda flokksins og saka ţá um einhverja fenjamennsku.
Sigurjón Ţórđarson, 23.5.2007 kl. 21:08
Sćll, Sigurjón.
Ég spyr 10 ađila um frelsi í núverandi fiskveiđistjórnunarkerfi og fć 10 mismunandi svör. Sama gildir um verđmćtasköpunina, menn legga saman 2 og 2 og fá út 5, 10, milljón eđa skrilljón. Fólk gefur sér mismunandi forsendur og útkoman eftir ţví. Viđ deilum hinsvegar sömu sýn varđandi lífsafkomu sjávarbyggđanna og hefur ţín framganga veriđ sérlega skelegg. Ţiđ Grímur megiđ vitanlega munnhöggvast eins og ţiđ viljiđ mín vegna, ađ mínum dómi er ţeim tíma ţó illa variđ. Alvarlegast í ţessu máli núna er afsláttur samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum, í stjórnarsáttmálanum er hann algjör og blessun Ingibjargar ávísun á enn frekari hremmingar. En á međan sjálfstćđismenn sitja í stjórnarráđinu verđur engu breytt í stjórn fiskveiđa, svo mikiđ er víst.
Međ kveđju,
LÁ
Lýđur Árnason, 24.5.2007 kl. 03:21
Ţađ eru tveir flokkar viđ stjórn. Er ekki ósanngjarnt Lýđur, ađ kenna bara Sjálfstćđisflokknum um? Ég minni á ađ ISG hefur á LÍÚ ţingi, í blóra viđ gamlar flokkssamţykktir, lýst yfir stuđningi viđ kvótakerfiđ, vel ađ merkja, fyrir daga núverandi ríkisstjórnar.
Sigurđur Ţórđarson, 29.5.2007 kl. 01:31
Sćll, Sigurđur.
Er engan veginn ađ kenna bara Sjálfstćđisflokknum um andvaraleysi í fiskveiđistjórnunarmálum. Á hinn bóginn er ljóst ađ umrćddur flokkur gaf margt frá sér í nýafstađinni ráđherraskiptingu en hélt sjávarútvegsmálunum. Ţví tel ég ljóst ađ sjálfstćđisflokkurinn leggi ofuráherslu á óbreytta stefnu í ţessum málum og engu verđi hnikađ međan hann situr. Sjálfstćđisflokkurinn er hornsteinn kvótakerfisins, ađrir flokkar leggja sín ţyngstu lóđ á önnur mál ađ frjálslyndum undanskildum. Ţannig er nú ţađ.
LÁ
Lýđur Árnason, 29.5.2007 kl. 03:08
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.