FYLGITUNGL Í KAMBI

Staddur á verkalýðsfundi í kaffistofu Kambs í dag sem bar með sér lausung og óvissuok.   Íslendingar að leysa vanda útlendinga, skilgreina rétt þeirra og réttleysi.  Útlendingar súpandi seyðið af íslensku fiskveiðistjórnunarkerfi sem ýmist er lofað eða lastað.   Fyrirtæki hættir rekstri vegna fyrirsjáanlegra hremminga, ekki ráð nema í tíma sé tekið.  Hvort úttekt eigendanna sé 1000 milljónir, 2000 milljónir eða 3000 þúsund milljónir gildir einu, allar upphæðirnar eru margfaldar ævitekjur fiskverkunarfólksins sem í dag sat á óvissufundi.   En þó þessi uppskipti Kambverja séu samkvæmt landslögum er ljóst að í framtíðinni munu æ fleiri líta á fiskimiðin sem fjárfestingarkost en ekki tækifæri til atvinnuuppbyggingar.   Þessi slagsíða, byggðunum í óhag, er andvaraleysi stjórnvalda að kenna.  Í þeirra augum er eignaréttur auðlindarinnar einungis klausa í vanvirtri stjórnarskrá.   Þessa sýn og þennan stöðugleika vilja ný stjórnvöld varðveita.   Eitt stærsta fylgitungl þessarar stefnu eru fundir eins og í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband