VAXANDI INNSÆI EKG

Sjávarútvegsráðherra ámálgaði þá smugu að hugsanlega ætti aflamarkskerfið einhverja sök á hremmingum Flateyringa.  Tilfinning mín er sú að böl hans sé ekki blinda heldur ok.  Á þá við sérhagsmunaaðila í sjávarútvegi, LÍÚ og bankanna.   Fingraför beggja eru á stjórnarsáttmálanum, umhverfismál, ókei, sömuleiðis stóriðjumálin, allt í lagi að leyfa samfylkingunni að hringla soldið í velferðarmálunum, utanríkismálin eru ekkert spennandi lengur og samgöngur eru jú bara spurning um forgangsröð.   Sjávarútvegurinn hinsvegar, hann skal standa, þar má engu hnika.  Samt tel ég fullvíst að margir sjálfstæðismenn vilji aflamarkskerfið burt eða að minnsta kosti í breyttri mynd.  Hvort Einar Kristinn sé sjávarútvegsráðherrann sem þorir skal ósagt en sé eitthvað að marka orð hans í dag eru þau vísbending um vaxandi innsæi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjörgurfjörtíuogeitt!!! Íris það er með öllu óábyrgt að hann liggi ekki heldur standi þegar klukkan er fjögurfjörtíuogeitt.....

Hólshreppur (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 11:11

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Mig minnir að milli 65-70% af þjóðinni vilji þetta kvótakerfi burt en sjórnarherrar landsins hvorki heyra né sjá.  Er ekki hægt að gefa þeim eitthvað við þessari skinvillu Lýður?

Ragnheiður Ólafsdóttir, 26.5.2007 kl. 15:44

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Þú gleymir alveg að taka það fram að þú ert líka í hljómsveit með Haraldi Ringsted! Stéttasnobbari!! Finnst þér ekki taka því að minnast á það að þú sért í bandi með heimavinnandi húsföður??

Annars er ég glöð að finna það að þú skulir vera farinn að blogga. Þá er þitt síðasta vígi fallið. Man gjörla hvað þér fannst um slíkt ekki alls fyrir löngu ;o)

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.5.2007 kl. 18:26

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Hey! og við erum með sama lúkk á síðunum okkar. Geðveikt!

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.5.2007 kl. 18:27

5 Smámynd: Lýður Árnason

Ylfa Mist...    Fermingin er á morgun, ræðum þetta þar.

Lýður Árnason, 27.5.2007 kl. 03:16

6 Smámynd: Lýður Árnason

Ragnheiður...  Þetta er ekki skynvilla heldur útpæld hagsmunagæsla stjórnmálamannanna.  Skynvillan er þjóðarinnar, hún er söm við sig, blindfull, ríðandi, í vímu eða allt þetta.

Lýður Árnason, 27.5.2007 kl. 03:19

7 Smámynd: Lýður Árnason

Hólshreppur...   Þegar maður nær fertugu getur maður allt eins og máltækið segir.  Þ.á.m. bloggað í 69...

Lýður Árnason, 27.5.2007 kl. 03:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband