FERMING Í HÓLSKIRKJU

Hólskirkja verður full af fermingarbörnum á morgun.  Þetta tvílyfta guðshús er í Bolungarvík, stendur á hæð og snýr til Skálavíkur.  Messan hefst ellefu, eilítið ókristilegt, miðnæturmessur falla betur í kram undirritaðs.  Meginatriðið er þó að krakkarnir fái sína vígslu, hefðinni sé viðhaldið.  En einhvernveginn er æ erfiðara að finna guðstrúnni stað í öllum þessum hamagangi og hin kirkjulega athöfn merkingarlítil þannig séð.   Samt er þetta ákveðið haldreipi, einskonar skilvinda milli barns og unglings.  Samantekið tel ég ferminguna saklaust fyrirbæri þó merkingin hafi almennt dalað.  Aðalmálið er að hún er frjálst val og enginn gengur til hennar tilneyddur.   Og þó, þegar allt er með tekið, umstangið, athyglin, veizlan og aðgangseyririnn...  Þá er varla hægt að sleppa þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst það nú BARA fyndið að þú sért farinn að blogga :)  Vona að allt gangi vel í kirkjunni í dag. Komu þau "gömlu" vestur til ykkar???

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 13:00

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þvílíkur snilldarviðauki að fá þig í blogg-samfélagið! 

Fucking brilliant með blýantinn Fylgist spennt með, ekki spurning!

Heiða Þórðar, 27.5.2007 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband