31.5.2007 | 03:02
BIÐLAUN
Biðlaun er undarlegt fyrirbæri. Huxuð sem tekjutrygging æðri embættismanna sem ráða sig sjálfviljugir í hverfular stöður. Hverjum ætti að koma á óvart sem ráðherra að líkindi á umskiptum í kjölfar kosninga eru talsverð. Pólitík er í eðli sínu hverful og öllum það ljóst fyrirfram. Biðlaun eru jafnvel greidd þeim sem sjálfir segja upp. Undantekningarlaust eru það tekjuhæstu hóparnir sem njóta þessara réttinda, fólk sem ætti að hafa meira svigrúm fjárhagslega en tekjulágir. Þeim er aftur á móti gert að éta það sem úti frýs. Hverskonar pólitík er þetta?
LÁ
Athugasemdir
Biðlaun eru hugsuð sem öryggisnet fyrir þá sem minna mega sín - öryggisnet fyrir þá sem ólíklegt er að nokkur maður vilji ráða í vinnu. Reynslan sýnir, að fólk sem hverfur af þingi, svo dæmi sé tekið, hvort sem þar eiga í hlut óbreyttir þingmenn eða ráðherrar, á erfitt með að fá aðra vinnu. Það er vel skiljanlegt.
Hlynur Þór Magnússon, 31.5.2007 kl. 03:26
Þú meinar að biðlaun verki svipað og bankastjóra- og sendiherrastöður, athvarf þeirra sem enginn vill? Þá spurning hvort ekki ætti að setja nýútskrifaða fanga á biðlaun?
LÁ
Lýður Árnason, 31.5.2007 kl. 03:47
Þeir sem allra minnst mega sín fá sendiherrastöðu og biðlaun samtímis.
Hlynur Þór Magnússon, 31.5.2007 kl. 04:00
Svo er líka hitt, að nýútskrifaðir fangar fari á þing.
Hlynur Þór Magnússon, 31.5.2007 kl. 04:02
Undarlegur andskoti!
Heiða Þórðar, 31.5.2007 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.