31.5.2007 | 18:56
SAMFÉLAGSLEGT INNSÆI
Áfram hringinn, innanmein kvótakerfisins vex skjótlega og meinvörpin farin að skjóta víða rótum. Hinn landskunni útgerðarbær, Vestmannaeyjar, stendur nú frammi fyrir utanaðkomandi tilboði í lífsviðurværi sitt og verða íbúar að treysta samfélagslegu innsæi sinna útgerðarmanna. Verði önnur sjónarmið ofan á er eins víst að vestmannaeyingar missi stóran spón úr aski sínum. Allt í nafni hagkvæmninnar. Þetta er að verða eins og læknirinn í Afiríku sem stóð andspænis heilum bragga af pensillíni en meinað notkun þess.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.