3.6.2007 | 14:00
SMÁBÆJARSTEMMNINGIN
Sjómannadagur á Bolungarvík var afskaplega velheppnaður í alla staði. Þó sjómannastéttin sjálf sé í útrýmingarhættu voru veðurguðirnir örlátir á blíðu sína og allra handa kvikindi skriðu úr skeljum sínum og tóku þátt. Þannig skapaðist stemmning á hafnarbakkanum, fjölmenni sótti allsherjarskemmtun sjómanna í Víkurbæ sem var fantagóð, bæði í mat, drukk og dansi. Samantekið fengu viðstaddir nasaþefinn af smábæjarlífinu eins og það gerist best. Vona okkur auðnist að varðveita þennan fjársjóð.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.