DAUÐASYNDIR

Nýjustu ráðleggingar hafrannsóknarstofnunar innibera hnignun fiskimiðanna, auðlindin nær ekki sjálfbærni og friðun eina ráðið.  Minnkun þorskafla úr 180 þúsund tonnum í 130 er gífurlegur áfellisdómur yfir ríkjandi fiskveiðistjórn, aðeins þriðjungur upphaflegs aflamagns stendur eftir.  Margrómuð hagkvæmni kvótakerfisins endurspeglar eina af dauðasyndunum sjö, ágirndina.   Menn moka gegndarlaust upp skammtímahagsmunum, tæma balann og stökkva síðan frá borði.   Andvaraleysi stjórnvalda endurspeglar aðra dauðasynd, munúðina, fara auðveldustu leiðina og nenna ekki að taka til hendinni og fjarlægja óþarfa rusl sem liggur í þjóðbraut.    Hvort tekið verður mark á viðvörum hafrannsóknarstofnunar er reyndar ólíklegt, kannski að hluta.  En sífelld vonbrigði aflamarka hlýtur að stafa af ónýtu veiðistjórnunarkerfi, röngum aflatölum eða hvorutveggja.  Nema vísindi hafrannsóknarstofnunar séu ótæk og ráðleggingar hennar aðalmeinið.  Á hvort skal veðja, hafró eða hagsmunaaðila? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband