4.6.2007 | 03:41
LJÓSANÆTUR
Bjartasti tíminn er nú í algleymingi. Alltaf einhver fugl að kvaka, þrestir, stelkir, jaðrökur og spóar. Jú og einstaka önd. Á þessum ljósanóttum er svefnþörfin í lágmarki, hitinn stundum þrúgandi og andvökur tíðar. Þá er annaðhvort að éta svefntöflur eða hugsa. Eða gera eins og fuglarnir úti og hvísla ástarorðum í eyra elskunnar sinnar og sjá hvort í leynist lífsmark. Hætta svo þegar fyrstu sólargeislarnir verma bossann. Flugnasuðið sem síðan tekur við ber nýjum degi vitni og þá er óhætt að sofna.
LÁ
Athugasemdir
Þetta er fallegur og ljóðrænn texti. Jaðrakaninn er minn eftirlætisfugl. "vadduútí vadduútí..."
Næst kemur hrossagaukurinn með sinn gjallandi hlátur. Það er helst að mér mislíki krían, hún er árásargjörn við okkur Urtu mína. Sem einmitt kemur til þín í dag. Pedigree eða Wishkas???
Ylfa Mist Helgadóttir, 4.6.2007 kl. 09:44
Ekkert hundakex, komdu með frosnar kótilettur í poka, 20 kíló, 1sta flokks. Einnig grillkjöt, lambalundir og núðlur frá Thaikoon. Svo maltöl í flöskum, snakk, Maaruud salt og pipar og nizzasúkkulaði, hreint og opal appelsínuhnappa. Slatta af þessu öllu. Ekki gleyma svo tannburstanum, fátt vekur meira óyndi en ótannburstaður hundur eða tík. Tíkin er innilega velkomin og hafðu áhyggjur af einhveru öðru.
Kveðja,
LÁ
Lýður Árnason (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 13:15
Áhyggjur er það sem ég hef. Það veistu Lýður minn :) Mitt miðnafn er einmitt Worry. Ylfa Worry Helgad.
Opal-appelsínuhnappar eru úr tólg með kakó og appelsínubragði. Gæfi hundinum mínum það ekki einu sinni. Hebbðirðu sagt belgískt konfekt, þá hefði það dugað. En TANNBURSTA??? Tíkin étur ekki nammi. Þarf ekkert að bursta ;) Þú ert sætastur. Koddí kaffi. Erum heima.
Ylfa Mist Helgadóttir, 4.6.2007 kl. 13:57
Snilld!
Heiða Þórðar, 4.6.2007 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.