TILÞRIFAMIKILL BASSALEIKUR

Nú grænkar hratt á vestfjörðum, fjallshlíðarnar hættar að vera móbrúnar.  Svanir spranga í grængresinu meðan krían verpir á malbikinu.  Annars er malbik ekki sjálfsagt hér um slóðir þó þeim fjölgi spottunum.  Gönguljósin í Bolungarvík eru framandi og þar sést hvorki gestur né gangandi fremur en annarsstaðar í bænum.  Kókosbollur staldra stutt við í búðarhillum eins og feitmeti yfirleitt.  Helst að slái i grænmetið.  Þrír eða fjórir stöðumælar eru staðsettur utan við sparisjóðsútibúið á Flateyri, ku vera prívat tekjustofn sparisjóðsstjórans en þjóna einnig sem sýnishorn, kaupstaðarferðin getur verið nógu erfið samt.   Annars er Grjóthrun í Hólshreppi, bæjarhljómsveit Bolvíkinga,  að ljúka sinni 1stu breiðskífu og halda forheyrendur vart vatni yfir tilþrifamiklum bassaleik bæjarstjórans sem gerir lítið úr og kveðst ekkert vita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Þú minnir mig einhvernveginn á Erskine Caldwell... Það liggur við að maður heyri suðurríkjablúsinn hljóma undir... og ég var orðinn svo innstilltur að ég tók í fyrstu ekki eftir stóra stóra g-inu í Grjóthrun og fannst þetta náttúrulega verulega írónískt... allt þar til "...að ljúka sinni 1stu breiðskífu og halda forheyrendur vart vatni yfir tilþrifamiklum bassaleik bæjarstjórans sem gerir lítið úr og kveðst ekkert vita." kemur þarna eins og skrattinn úr sauðaleggnum

Þorsteinn Gunnarsson, 11.6.2007 kl. 14:19

2 Smámynd: Lýður Árnason

Takk, Þorsteinn, er þetta ekki annars hrós?

Lýður Árnason, 12.6.2007 kl. 01:46

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Ójú og verðskuldað! - Var einmitt að renna yfir bloggið þitt og tók nettan húslestur fyrir frúna í leiðinni

Þorsteinn Gunnarsson, 18.6.2007 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband