2 ÁR EÐA 20.

Sumarþing er afstaðið.  Snarpt en stutt.  Eilítið erfitt að venja sig á umskiptin, Guðna og Valgerði í stjórnarandstöðu og allan samfylkingarherinn í stjórn.  Einhvernveginn finnst mér stjórnarklárinn brokka soldið út á hlið og stefnan óviss.  Ætla þó að gefa þeim sumarið til að ná áttum, kannski þarf smá treneringu áður en skeiðið er tekið.   Stjórnarandstaðan hinsvegar er nokkuð beitt og afgerandi þó hún sé skiljanlega léttlituð gremju og/eða eftirsjá hjá sumum.  Að gamni spái ég líftíma þessarar ríkisstjórnar annaðhvort 2 árum eða 20.

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband