16.6.2007 | 05:18
FENGITÍMI
Elskan mín er loks komin í frí eftir 10 mánaða úthald og hljóp strax í næsta fjörð með hlaupaklúbbnum þar sem síðustu risarækjurnar á Íslandsmiðum biðu á grillpinnum. Ég ók í kjölfarið en sneri við þar sem hundurinn át íspinna, þ.e.a.s spýtuna líka. Eftir að hafa fiskað spýtuna upp úr hundinum ákvað ég að blanda mér í glas, föstudagskvöld og elskan mín væntanleg um miðnættið og varla allsgáð. Hætti við þar sem krakkarnir voru búnir með blandið og í sveitinni lokar söluturninn klukkan tíu. Refsaði krökkunum þess í stað með fuglaskoðunarferð. Fjölskyldan sofnaði svo um tvö nema ég góndi áfram andvaka út í bjarta sumarnóttina. Fengitíminn er stuttur en indæll.
LÁ
Athugasemdir
Bland?
Vatn - salt og pipar.... maður bjargar sér í sveitinni Lýður þegar læknavaktinn stendur aðeins í u.þ.b. 15 mín...
Heiða Þórðar, 16.6.2007 kl. 11:11
Vatn notar maður aldregi í vín en einhverntíma kunnu menn að breyta vatni í vín. Því miður er sú vitneskja forgenginn og reyndar eiga margir enn í miklu basli með að breyta víni í vatn.
Lýður Árnason, 17.6.2007 kl. 04:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.