17. JÚNÍ.

Í dag er þjóðhátíðardagur, hátíðarhöld þjóðar sem í þvergirðingshætti og aðlögunarhæfni líkist sauðkind.  Sauðkindin stendur okkur þó framar í einu:  Frjósemin, nyt hennar hefur batnað.  Við hinsvegar höfum tapað nyt, bæði í lús og bóli.   Lúsin mátti missa sín en hitt afleitt að afritun gengur æ verr og oftar þarf að grípa til hjálpartækja hverskonar.  Kannski skaparanum blöskri öll tómhyggjan og vilji draga saman seglin.  Eflaust er honum skapraunað með öllu þessu nasdaq og dow jones bulli.  En okkur er sama, í dag verður fáninn dreginn að húni, skært lúðrar hljóma og strengjum vor heit.   Sauðkindin flýr til fjalla vitandi að tómir vagnar skrölta mest. 

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband