17.6.2007 | 05:45
BLESS VESTFIRÐIR.
Í mínum ranni er þjóðhátíðardagurinn annað og meira en bara blöðrur. Hann markar endalok vertíðar, vaktinni lokið að sinni og símanum sleppt, staðfestingar andláta bíða til haustsins. Nema fólk vilji nema. Sé grunur um lík má aldrei hlusta skemur en 120 sekúndur og sumir segja lengur. Alltént er vissara að taka farsímann með sér í gröfina, maður veit aldrei. Þetta var smá útúrdúr en á morgun, þjóðhátíðardaginn, mun fjölskyldan yfirgefa sveitina og renna áleiðis til höfuðborgarinnar til sumardvalar, öfugt við flesta. Orðið fjölskylda er í rauninni svolítið skondið, fjöl-skylda, margar skyldur. Annars var fátt í kveðjuhófinu, reyndar bara bæjarstjórinn en hann grét þó. Bless í bili vestfirðir, sjáumst í þingbyrjun.
LÁ
Athugasemdir
Höfuðborgin er fín á sumrin..þá eru allir borgarbúar úti á landi
En skildir þú eftir tölvuna Lýður minn? Sakna skrifanna.
Kveðjur til Írisar
Katrín, 22.6.2007 kl. 00:25
Sammála ofanrituðu
Þorsteinn Gunnarsson, 22.6.2007 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.