NÝ BIBLÍUÞÝÐING

Himnezkt er að fylgjast með viðbrögðum guðsmanna við nýrri biblíuþýðingu sem ku vera óljós í nokkrum meginatriðum, ekki sízt hvað kynvillu varðar.   Himnainnleggjum hlýtur að fækka í svona ófriði, jafnvel mætustu guðsmenn ættu að óttast um pláss sín.   

En klemma þjóðkirkjunnar er einfaldlega sú að vera ekki bara á jötunni í Betlehem heldur einnig hinni jarðnezku ríkisjötu.     Þetta setur kirkjunni skyldur á herðar gagnvart öllum þjóðfélagsþegnum hversu afvegaleiddir sem þeir kunna að vera.   Forkólfar þjóðkirkjunnar geta ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum, þeir verða að útkljá sín bitbein og annaðhvort opna dyr sínar fyrir öllum eða halda sínu striki án þess að vera getið í fjárlögum.   Þannig og aðeins þannig getur kirkjan lokað á hommana með reisn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Velkominn aftur. Þú hefur lært að nota zetu í sumarfríinu?

Ylfa Mist Helgadóttir, 22.10.2007 kl. 20:35

2 identicon

langar að heyra meira frá þér um nýju biblíuþýðinguna? er soldið í vafa um hana en vildi þitt álit

haukur (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 02:56

3 Smámynd: Lýður Árnason

Já, Ylfa sæta, ég er fullnuma á setunni. 

Haukur, álit mitt á nýju biblíuþýðingunni er þetta:  Upplagður rifrildisakur fyrir kverúlanta og aðra guðsmenn sem telja himnainnlegg sitt tryggt, dásamlegt bitbein heilagra manna og kvenna sem farga eigin skynsemi og annarra fyrir bókstafinn.   Álit mitt á biblíunni er hinsvegar þetta:  Frábær vegvísir til betra lífs og framreiknuð er hún ómetanleg, bæði fyrir lesandann og umhverfi hans. 

Lýður Árnason, 25.10.2007 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband