FJÖLÞJÓÐAVÆÐING KÚA

Heyrst hefur að milljarðar tapist verði íslenzku mjólkurkúnni ekki skipt út fyrir útlendar.   Fjölþjóðavæðing manna verður léttvæg við þessar fregnir.    Nóg er að íslenzkir hundar eru sjaldséðir orðnir og lítil hundsmynd á þeim tízkukvikendum sem í gangi eru.  Brotthvarf íslenzkra kúa yrði  meira svínarí en kvótakerfið, meiri óbærileiki en laun kennara, meiri sorg en framhaldslíf Björns Inga, meiri sjónarsviptir en af bæði sjálfstæðisflokknum og samfylkingunni til samans.   Alltént þó hæpið sé að sjónarmunur sé á íslenzkri og sænzkri mjólkurkú í haga gerir vafinn hana að sænskri.  Verði fjölþjóðavæðing kúa að veruleika mun enn kvarnast úr þjóðarsálinni og grjóthrunið sem af því hlýst skaða þá sem fyrir verða.  Í hinsta sinn sakna ég Guðna í ráðherrastóli.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ánægjulegt að sjá að þú vaknaðir "samur" úr dvalanum. Hef enga eða litla skoðun á pistli þínum aðra en þá...... að þú ert snilldar-blýantur með bláu bleki...

Heiða Þórðar, 24.10.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband