24.10.2007 | 01:41
EINKAVÆÐING VÍNSÖLU
Léttvín og bjór í búðir.... Fyrir 10 árum já. Í dag nei. Ástæður... Fyrir 10 árum voru vínbúðir harla strjálar, úttroðnar og lokaðar yfirleitt. Allt þetta er nú saga og engum áhyggjuefni. Sem sagt; Aðgengið er gott. Fyrir 10 árum var einkaframtakið og samkeppnin sem því fylgir ókortlögð, nú hinsvegar er landslagið óðum að koma í ljós og mítan um lækkun vínverðs verði salan losuð úr greip ríkisins er ekki eins borðliggjandi og áður. Einkavæðing fiskimiðanna hefur ekki lækkað fiskverð til neytenda, frjáls lyfjaverslun ekki lækkað lyfjaverð, sala símans ekki lækkað símreikningana og einkavæðing bankanna innleitt ýmis þjónustugjöld sem ekki voru áður. Hvort afnám ríkisins á sölu léttvína og bjórs auki neyzlu eða brengli vínmenninguna til hins verra er alls ósannað en miðað við þann ávinning, þ.e. að geta kippt með sér flösku eða kippu í helgarinnkaupunum, er áhættan varla þess virði. En sé skrefið stigið vildi ég helst fara alla leið og sjá sterka vínið líka.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.