BRENGLAÐ GILDISMAT

Varaborgarfulltrúar með 300 þúsund á mánuði, flestir fyrir einn fund í viku og að vera til taks.  Ekki skrítið þó fólk reki út úr sér tunguna fyrir þessar álnir.  Hirðin verður náttúrulega að fá eitthvað fyrir sinn snúð.   Ég get þó ekki séð neitt þjóðfélagslegt rugg þó borgarfulltrúa vanti eða þingmann.  Held reyndar að vöntun helmings þingmanna eða nánast allra breytti litlu um gangverk þjóðfélagsins.  Á hinn bóginn geta veikindi aðhlynningarstétta umturnað öllu og gert heilu sjúkradeildirnar óstarfhæfar.    Ofmat pólitíkusa á sjálfum sér kristallast í háum launum fyrir einatt lítil viðvik. Sé þetta framtíðarsýn nýrrar kynslóðar stjórnmálamanna er eins víst að áhugi almennings á þjóðmálum dvíni.   En kannski er það líka markmiðið.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband