EKKERT OPINBERT KYNLÍF

Á að banna kynlífskaup í opinberum starfsmannaferðum?  Banna dvöl á hótelum sem bjóða upp á klámtengda sjónvarpsrás?  Banna sjálfsfróun?  Þessar pælingar eru meiri snilld en margur hyggur og lögleiðing þeirra gæti dregið verulega úr ferðaáhuga opinberrra starfsmanna og sparað þannig stórkostulegar upphæðir í ferðakostnaði og dagpeningum.   Fyrir utan náttúrulega sjálfar fjarvistirnar.   Þessi hugmynd er með þeim snjallari og víst að margir kysu fremur að borga ferðirnar úr eigin vasa en að una þvílíkum afarkostum.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli þetta hafi verið frádráttarhæft til skatts....?

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 01:59

2 identicon

Væri vissulega spurning um að taka fyrir sjálfsfróanirnar hið fyrsta, enda gífurleg opinber útgjöld samfara þeim.

En svona án gríns finnst mér svona pælingar, að banna fólki að gera hitt og þetta í vinnutengdum ferðum, afar hæpnar. Yrði það þá gert á þeirri forsendu að viðkomandi sé, samkvæmt skilgreiningu, í vinnunni? Má viðkomandi þá drekka áfengi eða sofa í slíku ferðum? Ávallt hlýtur einhver tími ferðarinnar, eða hvers sólarhrings innan hennar, að teljast hvíldartími. Reyndar, samkvæmt lögum, á hver rétt á tilteknum hvíldartíma dag hvern. Hvernig hver og einn eyðir þeim tíma sínum kemur engum öðrum við, tja nema kannski hugsnlega makanum, í þannig tilfellum. A.m.k. kemur ríkinu það ekki við. Svo mikið er víst.

Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 02:01

3 identicon

Mér finnst reyndar sjálfsagt að gera ákveðnar kröfur til starfsmanna á ferðalögum  á vegum hins opinberra en svo á fólk sínar frístundir og þá kemur nákvæmlega engum við hvað það aðhefst...Það hefði til dæmis verið ódýrara fyrir okkur að JBH hefði ekki lofað á fylleríi í Kína að opna sendiráð...Svona örþjóð eins og við ætti að fá að hafa einn fulltrúa í dönskun sendiráðunum um víða veröld. Við þurfum að viðurkenna að við erum bara 300þús.  þó mér hafi oft komið til hugar að manntalið sé vitlaust.....

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband