GALNAR HUGMYNDIR

Skondið hve margar galnar hugmyndir ná fótfestu, nefni sem dæmi margumtalað hátæknisjúkrahús sem virðist hafa poppað upp eftir sjúkdómslegu eins manns.  Lengi lifi hann en skyldi þurfa hátæknikirkjugarð eftir hans dag?  Hátækni í heilbrigðisvísindum snýst um rannsóknir og sérhæfingu en lega og aðhlynning munu færast í auknum mæli til heimahúsa þar sem skjólstæðingunum verður sinnt.   Vandamál framtíðarinnar kristallast því í mannskap en ekki húsnæði.  Fyrirliggjandi plön ganga þvert á þessa staðreynd og óráðsían stuðla að gliðnun samfélagsins í aðgengi að nauðsynlegri þjónustu.  

Annað rugl er tónlistarhúsið en aldrei hefur tónlistarlíf verið eins fjölskrúðugt og nú, hver stjarnan rekur aðra allt frá óperum upp í rokk.  Þetta hús áttu þeir að byggja og fjármagna sem á því höfðu sérstakan áhuga en að gera þetta að óskabarni þjóðarinnar allrar sýnir best hve lélega stjórnendur við höfum.  Fagna þó afstöðu nýs borgarstjóra hvað varðar Kolaportið. 

Þriðja firran er svo sú endalausa forréttinda- og sjálftökupólitík sem viðgengst í embættismannakerfinu.  Staðgenglar forseta fá ígildi launa bregði hann undir sig betri fætinum, borgarstjóri hefur ráðið aðstoðarmann og þó er til staða nefnd staðgengill borgarstjóra.  Varaborgarfulltrúar fá hundruð þúsunda mánaðarlega fyrir að vera til taks og bílstjórar ráðnir svo dýrmætur tími fari ekki til spillis.   Nefndarstörfum fer líka fjölgandi og allskonar uppákomum, stíliseringum og fatapjatti.  Utanlandsferðir eru orðnar svo tíðar að fjarvistir þykja sjálfsagðar og dagpeningar miða ekki lengur að lágmarksuppihaldi heldur lúxus.   Skyldu kynlífskaup opinberra starfsmanna í útrásinni vera hluti af þeim pakka? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband