SJÁLFGABBHREYFINGAR

Aumleg frammistaða Víkara í bolta kvöldsins verður ekki í minnum höfð.  Var pínlegt að taka þátt í og horfa á hvert vítaskotið á fætur öðru fara í innkast, endalaus samstuð samherja og sjálfsmörk.  Föst leikatriði kristölluðust í  sjálfgabbhreyfingum sem iðulega skiluðu mótherjunum mörkum.  Eina glæta kvöldsins var liðhlaup bæjarstjórans, gekk þá betur um stund.  Heimleiðin var tíðindalaus og Óshlíðin hlaut engan gaum í hugum niðurbrotinna fótboltamannanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Liðhlaup bæjarstjórans - má skilja þetta þannig að þegar hann fór yfir í lið Ísfirðinga hafi hagur Víkara vænkast?

Er það þess vegna sem ekkert var rætt um frammistöðuna yfir kaffibollanum í gærkvöldi? 

Helga Vala (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 10:51

2 identicon

Frábið mér svona rugli. Molapabbi rak mig útaf til að koma sjálfum sér inná - hann hafði verið harla ónotadrjúgur fyrir útafskiptingu og ekki lagaðist það við afturkomuna. Síðan skreið mótherji útaf og bað mig um að koma inn á hans stað á meðan sárin væru að gróa. Í stað þess að gera enn minna úr Bolvíkingum - það vita það allir að vinna 5 á móti 4 er hneysa - ákvað ég að verða við kallinu.

Grímur (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 14:38

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Sjálfgabbhreyfingar......vá

Einar Bragi Bragason., 1.11.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband