2.11.2007 | 02:38
VERÖLD ÁN LÖGFRÆÐINGA
Starfsfólk stórmarkaða sakar kaupmenn um bellibrögð gagnvart neytendum, svik í verðkönnunum og jafnvel samráð. Forstöðumenn þessara verslana kveða nei við öllum ásökunum og hyggjast sækja rétt sinn vegna ærumeiðinga og skaða sem verslunin kann að verða fyrir. Eins og ævinlega er almenningur berskjaldaður og áhugaleysið bætist við þegar lögspekingar fara með þulur sínar og túlkanir á lagabókstafnum. Enda er þessi aðferð að senda öll mál í þæfingu bæði fantavinsæl og árangursrík. Þykist viss um að ef John heitinn Lennon væri hér ennumsprangandi myndi hann bæta einu versi við Imagine og yrkja um veröld án lögfræðinga........
Athugasemdir
Hvort mér einum hafi tekist að sanna gagnsleysi læknastéttarinnar þykir mér týra en viðurkenni vissulega eigið nennuleysi í persónulegum atgangi. Trúi samt að veröld án lögfræðinga námundi vestfirði án olíuhreinsunarstöðvar.
Lýður Árnason, 6.11.2007 kl. 03:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.