4.11.2007 | 02:40
KÖNGULÓIN ER ENN AÐ VEFA
Samningum skal rift, 20 ára einkanot ólíðandi, jafnræðisregla brotin með sérleyfi eins manns og sjálft fundarboðið ólöglegt. Fyrir utan sérkjör starfsmanna og aðkomu vildarvina. Niðurstaða stýrihópsins er ótvíræð: Allt orkar tvímælis og einhliða riftun samnings REI við Grængeysanna réttlætanleg og beinlínis nauðsynleg svo hægt sé að byrja á byrjunarreit. Samstarf borgarinnar og einkafyrirtækisins á sviði orkumála er því bæði óvíst og í uppnámi. Samt er því lýst yfir að fyrirhugað sé að taka þátt í 15 milljarða verkefni í útlöndum með sama fyrirtæki. Svona misvísun ærir óstöðugan og ljóst að köngulóin er enn að vefa.
Athugasemdir
Þetta er það sem kallað er á fagmáli "endurnýtanleg orka"!
Júlíus Valsson, 4.11.2007 kl. 02:51
Innlitskvitt fyrir lestur.
Heiða Þórðar, 4.11.2007 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.