7.11.2007 | 03:25
AUSTUR
Skuldir heimilanna hafa bólgnað út á örfáum árum, margfaldast sýndist mér á súluritinu. Davíð reynir að slá á þensluna með stýrivaxtahækkun sem auðvitað enn eykur byrðar heimilanna með nýju og hærra vaxtarstigi. Á meðan á þessum tilfæringum stendur fyllir almenningur leikfangamollana og gleður kaupmennina með nýjum sölumetum daglega. Krabbameinsfélagið vefur auðmennina bleikum borðum, býður bleikt vín og bleikar varir. Á 10 árum er stéttaskipting orðin áþreifanleg í íslenzku þjóðfélagi, haldið uppi af kaupóðri alþýðu sem grætur kjör sín en heldur þó áfram spreði ímyndaðra peninga og uppsker ævilangan þrældóm í þágu auðvalds sem það hatar í senn og dýrkar. Ef við eigum að halda saman sem þjóð þurfa aðilar báðu megin gjárinnar að gæta hófs, annar í eyðslu, hinn í græðgi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.