8.11.2007 | 01:17
GÖNGUBOLTI
Boltaleikur kvöldsins var göngubolti, agaður, skipulagður og tilþrifalaus. Sigurinn var aldrei í hættu og örþreyttur bæjarstjórinn, nýkominn heim af hafnarþingi samfylkingarinnar, lak boltanum sex sinum í mark andstæðinganna, allt skallamörk svo síðustu lýsnar hljóta að hafa kramist. Skipherrann lá heima með landriðu enda ekki komist á sjó síðan í fyrri viku. Sjálfur átti ég prýðisleik og man mig ekki snarpari. Á heimleiðinni var tunglbjart og á opnum gluggum hélt bæjarstjórinn öllum grjótum Óshlíðarinnar lengst uppi í hlíð með óskemmtilegri músik fjölskyldu nokkurrar frá Hebron.
Athugasemdir
Þetta er allt rétt nema eitt. Akron/Family er alls ekki óskemmtileg. Það er nú þannig að þeir sem halda öðru fram eru barast ekki með öllum mjalla. Þú er greinilega langt í frá með mjalla og langt í öllum.
Grímur (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 11:12
Held það tengist lús.....
Til ham með am. (þ.e.a.s ef konan þín les skrifin þín.
Ylfa Mist Helgadóttir, 8.11.2007 kl. 22:02
Orðið mjalla er útgengið frá orðinu mjöll sem þýðir skýr eða tær. Að vera ekki með öllum mjalla er sem sagt andhverfa þessa eins og orðtakið reyndar ber með sér.
Lýður Árnason, 9.11.2007 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.