AFMÆLI

Afmælin eru búin, afstaðin, kláruð, koma aldrei aftur söm og fylla nú blandpoka minninganna.  Afmælisbörnin sofnuðu seint en sátt, þreytt en södd, úrvinda en brosandi.  Endurtekið fjaraði síðasti tónninn út, faðmlög, kossar upphófust sem sumir vonlega enn standa.   Lítið bæjarfélag velti í gær þungu hlassi.  Hundurinn nýtti gestaganginn til eigin erindagjarða í einsemd, hitt afmælisbarnið, héraðslæknirinn, kunngjörði ávöxt ástarvikunnar, bæjarstjórinn jók inneign sína í hljóðfæraleik og bætti við Jamaíka, aðkomumenn héldu ræður og ástsömuðu sveitarómantíkina, víkarar komust á ókeypis fyllerí og sjálfur fæ ég nú að leggjast með fullþroskaði konu.  Svona eiga helgar að vera. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þess graslyktandi tónlist hefur mér stundum þótt góð en oftar þó ekki. Hjálmar tengja þetta ágætlega og meistari Marley líka. Spurning með Clapton og síðan Örstutta sporið með Smásteinunum....

Grímur (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband