EDDUVERÐLAUNIN

Æðstu verðlaun kvikmyndageirans, Eddan, var veitt með viðhöfn í kvöld.  Á margan hátt líkaði mér umgjörðin ágætlega, kynnirinn hæfilega áberandi, hnyttinn en aldrei um of.  Vestfirðingar geta verið ánægðir með sinn hlut, Súðvíkingurinn Ragnar Bragason, rakaði til sín og vegur hans mjög vaxandi.  Önnur margtilnefnd kvikmynd, Veðramót, hlaut á hinn bóginn litla náð kvikmyndaakademíunnar og húsaði ekkert.  Líka var athyglisvert að hin vel sótta og vinsæla mynd,  Astrópía, uppskar illa.   Margir segja Edduhátíðina óboðlegt sjónvarpsefni og kannski er svo en tvennt myndi ugglaust bæta bæði gæði og vinsældir, annarsvegar að hátíðin yrði einungis haldin 3ja eða 4ða hvert ár, hinsvegar að almenningur kysi um bestu verk og frammistöðu.  Hlutverk sjónvarpsakademíunnar yrði þá að heiðra gömul brýni og útnefna það besta en lokadómur yrði bolurinn.   Lengri tími gerir fleiri kvikmyndir, almenn símakosning  slær á klíku- og klúbbamein.   Útkoman:  Meiri spenna og marktækari niðurstaða.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband