14.11.2007 | 05:19
LÁTUM SÖNGINN DUGA....
Hef leyft mér þann munað að fjárfesta í nokkrum geisladiskum undanfarið, auðvitað íslenzkum enda mikil gróska í gangi. Mestur uppgangur virðist vera í nýsaminni tónlist og textum, fólk loks að komast upp úr því hermikrákufari sem ríkt hefur umliðin ár. Melódían er einnig að styrkjast ásamt frumleika og dirfsku í útsetningum. Mesta blessunin er þó undanhald Karaokeeplatna sem eflaust má rekja að einhverju leyti til hinna ofgerðu Idolþátta. Í dag frétti ég svo að Grjóthrunið (hávaðabelgirnir í Bolungarvík) hefði hrunið í tölvunni, glænýjum makka með innbyggðri þreskivél. Bassaleikarinn þoldi ekki tíðindin og varð ég að draga þau til baka þó sönn væru. Öll nótt er þó ekki úti og björgunaraðgerðir í gangi. Kannski verðum við samt að spila allt upp á nýtt. Eða bara sleppa trommunum og bassanum og láta sönginn duga....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.