JAFNINGJAFRÆÐSLA

Nú er tómlegt í bænum, hvorki snjór né bæjarstjóri, engin afmæli og læknirinn í púnkteríngu.  Það er því upplagt að nota myrkrið eilítið og herða börnin fyrir ágjafir seini tíma.  Einhverntíma kunna þau föður sínum þakkir fyrir alla þessa innsýn.  Í kvöld fórum við yfir uppvakninga, vúdú og svartagaldur.   Til öryggis fengu allir sér hvítlauk með medisterpylsunni nema hundurinn fékk smjörklípu.  Mikil spenna lá í loftinu og þegar rafmagninu skyndilega sló út voru kertin drifin fram.  Eldri krakkinn gerði athugasemdir við ljós í öðrum húsum bæjarins en sú minni hélt dauðahaldi í skott hundsins, minnug orða föður síns að beinagrindur forðast slík nagdýr.   Angandi af hvítlauk burstuðum við tennur og sungum forvarnarsönginn, að sjálfsögðu í fimmundum enda þjóðleg gildi í heiðri á okkar heimili.  Það er þó ekki öðrum þjóðum til hnjóðs heldur einungis ást á eigin föðurlandi og móðurmáli.   Reyndar er ég skeptískur á bandaríska jólasveininn, gangandi um í samfylkingarbúningi, dreifandi gjöfum.   Þá heldur íslenzku prakkarana, ólíkindatólin sem eiga líka þessa dásamlegu móður sem æ skipar háan sess á okkar heimili.   Svo má ekki gleyma déskotans kettinum....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Börnin þín fá greinilega mjög víðfeðma menntun heima fyrir. Öfundsverð börn á tímum þegar fjöldi íslenskra barna fá aðallega sína heimamenntun úr misgáfulegum skemmtiþáttum sjónvarpsrása, tölvuleikjum og vídeó, en þessi sömu börn þrá mest af öllu meiri samvistir við foreldra sína, að því er manni skilst af nýbirtri könnun.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.11.2007 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband