Ó, BORG, MÍN BORG.

Afhverju þessi flækja?  Miðað við fyrirliggjandi grunnlagsreglur var sameiningarfundur Grængeysinga og REI ólöglega boðaður og þar af leiðandi hlýtur innihaldið að vera marklaust.  Annars er tilgangur fundargerðareglnannna enginn.  Og reyndar ekki reglna yfirleitt ef þeim er ekki ætlað að halda þegar á reynir.   Fylgi riftun sameiningar GGE og REI skaðabótakröfur af hendi hinna fyrrnefndu ættu borgaryfirvöld að taka þann slag.   Frekari afhjúpun þess verks sem felldi fyrrverandi borgarmeirihluta getur varla verið eftirsóknarverð fyrir málshótendur en sé það þeirra vilji þá það.   Og óljóst tal um kaup GGE á verðmætum REI sem í boði voru er undarlegt jafnhliða fullyrðingum um riftun sömu fyrirtækja.  Ó, borg, mín borg:  Hvað er verið að selja og hvers vegna liggur svona reiðinnar ósköp á?      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Segi nú bara og segi ekki annað: Það er skítalykt af´ðessu!

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband