22.11.2007 | 06:05
DÍSÆTT
Margir kappleikir voru í kvöld og planið að byrja horfið á danina lúta í gras. Undrandi horfði ég á barnatímann og ljómandi andlit dótturinnar. Hundurinn var hinsvegar fúll, vildi frekar fótboltann. Áfallið stóð þó ekki lengi. Einbeittir mættum vér Bolvíkingar ísfirðingum og nú var þéttur bekkurinn. Bæjarstjórinn hélt ræðu rétt fyrir leik og áminnti skipherrann fyrir óumhverfisvænan rakspíra. Gerði jafnframt þá breytingu að færa skipherrann úr öftustu víglínu í þá fremstu. Þessi brella kom ísfirðingunum gersamlega í opna skjöldu, skipherrann ruglaði þá í ríminu með frábærum frammíköllum og fyrirflækjum, tímasetningarnar eins og í óleikinni klámmynd. Allir gerðu enda mörk, bæjarstjórinn, læknirinn, sjálfstæðismaðurinn og meira að segja skipherrann líka og í þetta sinn réttu megin. Sigurinn var dísætur eftir byrði vikunnar og og á heimleiðinni ræddu menn um að hætta á toppnum.
Athugasemdir
Það skal tekið fram að doktorinn taldi ilminn stafa frá nánum samskiptum skipherrans við ómótstæðilega beitu sem hann ku þurfa starfs síns vegna að handfjatla í ríkara mæli en við hinir. Skipherrann með þennan beituilm fór hins vegar fyrir skútunni að þessu sinni og þannig voru andstæðingarnir kafsigldir að þessu sinni. Þess ber að geta að raunverulegur skipherra skipherrans tók þátt í gleðinni að þessu sinni en sem háseti.
Þroskaþjálfinn (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 09:16
Ég legg það til við ksí , eftir að hafa horft á danaleikinn með STJÓRANUM og eftir að verða vitni að þeim snilldar töktum hans, að breyta töpurum í frækna sigurvegara með smávægilegum taktiskum breytingum að hann verði ráðinn sérlegur aðstoðarmaður landsliðsþjálfarans, enda maðurinn oft staddur í borginni.Ég sá það ekki fyrr en í gær, í velheppnuðum fótboltaleik þar sem við víkingarnir rúlluðum yfir andstæðingana að sendingaþurðin sem hann hafði lagt á grandvaralausan skipherrann svo mánuðum skipti,var ekkert annað en úthugsuð klókindi.Það kom því skipherranum oft jafn mikið á óvart og andstæðingnum þegar hver snilldar sendingin rak aðra, fyrir fætur hans frá STJÓRANUM.Ég bið hann því auðmjúkur, afsökunar á ásökunum mínum um sjálfhverfu hans innan vallar, sem stafar af þekkingarleysi, minni á þessari íþrótt.
Skipherrann (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.