ÖNDVEGISSÚLUR

Öndvegissúlur Ingólfs marka upphaf Íslandsbyggðar og skondið að þetta fyrsta varanlega landnám skuli nú hýsa höfuðstað landsins.   Þó þetta svæði hafi ekki breyst ýkja mikið fyrstu 1000 árin eru nú í gangi miklar kúvendingar.  Höfuðborgarsvæðið hefur þróast í stórborg með kostum og kynjum.  Atvinnulega er svæðið sterkt, fjölbreytileiki í menntun og menningu mikill og  segja má að vöruúrval sé óvíða betra.   Samgöngumálin má bæta, félagslega eru borgir sumpart fjandsamlegar, það versta er þó hratt vaxandi dýrtíð.  Að búa sér heimili og draga andann á þessu suðvesturhorni tekur í og sést best á skuldsetningu heimilanna sem er gríðarleg.   Húsaleiga, fasteignaverð, bíll, bensín, innkaup, lán, vextir, spenna og vinna er hin daglega glíma flestra og hvað allt varðar nema atvinnuna býður landsbyggðin betur.   Fólk í kröggum ætti að íhuga landsbyggðina sem búsetukost, líka námsmenn, ekki sízt í fjarnámi, eldri borgarar gætu selt eignir sínar, keypt ódýrt og notið afrakstursins, barnafólki stendur mikið til boða og skorti einhverjum sálarfrið jafnast fátt á við fjallaloft og hafgolu.   Áframhaldandi þensla og samþjöppun á suðvesturhorninu mun ýta við fólki og margir velja annað en ævilanga þrælkun til að koma yfir sig skjólshúsi.  Næstu öndvegissúlur ættu að vera alþingismanna og dreifingin að minnsta kosti ein í hvern landsfjórðung. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband